„Jörundur hundadagakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 46:
 
== Til Bretlands aftur ==
[[Bylting]]unni lauk eftir tæpa tvo mánuði. [[England|Breska]] [[herskip]]ið Talbot kom inn til [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] og fengu þeir þar [[frétt]]ir af [[ástand]]inu. Hraðaði [[skipstjóri]]nn sér þá til [[Reykjavík]]ur og kallaði Phelps og Jörund fyrir sig. Að kvöldi sama dags tókst Trampe greifa að flýja frá borði á ''Margaret & Anne'' og komst hann um borð í ''Talbot''. Þann [[19. ágúst]] flutti Jörundur sig um borð í ''[[Margaret & Anne]]'' og völdum hans var lokið á [[Ísland]]i. Skipið fór þó ekki af stað til Bretlands næstu daga vegna slæms veðurs. Þann [[22. ágúst]] undirrituðu Jones, skipherra á ''Talbot'', Samuel Phelps, [[Magnús Stephensen]] [[etatsráð]] og [[Stefán Stephensen]] amtmaður samkomulag um að allar auglýsingar og aðgerðir Jörundar skyldu ógildar með öllu. [[25. ágúst]] var svo haldið af stað til [[Bretland]]s og voru bæði Trampe greifi og Jörundur fluttir út nauðugir, Trampe um borð í [[''Margaret & Anne]]'', en Jörgensen um borð í skipinu ''Orion'', sem var skip Trampes. Áhöfn ''Orions'' var fangar um borð í ''Margaret & Anne''. Þeim líkaði vistin illa og kveiktu þeir í ullarfarmi skipsins strax á öðrum degi siglingarinnar. Varð uppi fótur og fit um borð og skipstjórinn var ófær um að halda stjórn. ''Orion'' var talsvert á eftir, en er það bar að, tók Jörundur að sér stjórn hins brennandi skips og reyndi hvað hann gat til að bjarga því, en það var um seinan. Áhöfnin bjargaðist hins vegar öll yfir í ''Orion'', sem nú var snúið til baka til Reykjavíkur. Þetta var mikið björgunarafrek og hlaut Jörundur af þessu nokkurn heiður.
 
Nú var umskipað í Reykjavíkurhöfn. ''Talbot'' var ekki farið og tók Jones skipherra Trampe greifa og fleiri um borð í herskipið, en á ''Orion'' voru Jörundur, Phelps og fleiri. ''Orion'' sigldi beina leið til London, en Talbot kom ekki þangað fyrr en tveimur vikum síðar. Skömmu eftir það var Jörundur handtekinn. Ekki fyrir að hafa gert [[uppreisn]]ina á [[Ísland]]i, heldur fyrir að hafa brugðist heiðursmannsloforðinu um að halda kyrru fyrir sem [[stríðsfangi]]. Í [[fangelsi]]nu kynntist hann argasta lýð og meðal annars lærði hann þar [[fjárhættuspil]] og ýmis svindlbrögð og var eftir það forfallinn [[spilafíkn|spilafíkill]]. Eftir fimm vikur í þessu [[fangelsi]] var kveðinn upp [[dómur]] yfir honum. Hann skyldi vera [[fangi]] um borð í [[fangaskipi]] með öðrum [[stríðsfangi|stríðsföngum]]. Kröfum um að framselja hann til [[Danmörk|Danmerkur]] var alfarið hafnað.