„Malaví“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 99:
Malaví-vatn er alls 29 þús. ferkílómetrar að stærð, sem gerir það að þriðja stærsta stöðuvatni í Afríku. Vatnið er talið hafa myndast í [[Sigdalurinn mikli|sigdalnum mikla]] fyrir um 40 þúsund árum síðan. Í vatninu og við strendur þess er mikið líf og er byggðin þéttust á bökkum þess og eru þar mörg þorp og bæir, þeirra á meðal [[Monkey Bay]] sem er við suðurenda þess.
 
Að vatninu liggja þrjú lönd, auk Malaví eru það [[Mósambík]] og [[Tansanía]]. Í vatninu eru nokkrar eyjar, flestar austanmegin í því. Einungis tvær þeirra eru byggðar, [[Likoma]] og [[Chizumulu]], sem eru [[Hólmlenda|hólmlendur]] Malaví, en allt í kringum þær tilheyrir vatnið Mósambík. Eyjaskeggjar lifa á að rækta [[banani|banana]] og [[mangó]] auk þess sem þeir veiða úr vatninu. Í báðum eyjunum er [[rafmagn]] en það er aftengt eftir klukkan 11 á kvöldin til að spara rafalseldsneyti.
 
Við suðurenda vatnsins rennur [[Shire-á]]in úr vatninu en hún er ein af [[þverá]]m [[Zambezi]]-fljótsins.