„AC/DC“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. janúar 2015 kl. 16:03

AC/DC er áströlsk þungarokkhljómsveit sem bræðurnir Angus og Malcolm Young stofnuðu í Sydney í nóvember 1973. Árið eftir tók Bon Scott við sem söngvari og 1975 kom fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar, High Voltage, út. Í kjölfarið fylgdu plötur á borð við T.N.T. (1975), Dirty Deeds Done Dirt Cheap (1976) og Highway to Hell (1979). Bon Scott lést árið 1980 og Brian Johnson tók við sem aðalsöngvari. Sama ár og Scott lést kom metsöluplatan Back in Black út og For Those About to Rock We Salute You árið eftir. Seinni plötur hljómsveitarinnar nutu ekki nærri eins mikillar hylli og vinsældir hennar dalaði þar til The Razor's Edge kom út 1990 með lögunum „Thunderstruck“ og „Moneytalks“. Eftir 1990 hefur lengra liðið milli stúdíóplata hljómsveitarinnar en á sama tíma hafa komið út hljómleikaplötur og safnplötur.

AC/DC á tónleikum árið 2009
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.