„Heiðni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bahauksson (spjall | framlög)
Bahauksson (spjall | framlög)
Lína 37:
Þegar fórnir voru færðar í blótum kallaðist blóðið hlaut. Hlaut er skylt orðinu hlutur í hlutkesti. Blóðið var notað við spágerð. Bænir voru þuldar á meðan fórnir voru færðar.
 
Í ásatrú er signað hamarsmark til að heiðra Þór líkt og í [[kristni]] er signaður kross. Drykkir í blótu kallast full og voru drykkir signaðir hamarsmarkinu. Menn strengdu heit í veislum og drukku full um leið. Menn sóru eiða og kölluðu bölvun yfir sig ef þeir rufu eiðana. Algengast var að vinna eiða við hluti sem stóð fólki næst í daglegu lífi. Þessi venja hélst á kristnum tímum. Í sumum tilfellum gerðu heil byggðarlög sameiginleg heit, ef hallæri bar að höndum.
 
Halda varð blót á hátíðardögum, í byrjun vetrar á [[Vetrarnætur|vetrarnóttum]], [[jól]] á miðjun vetri og [[Sumardagurinn fyrsti|í byrjun sumars]] eins og segir í [[Heimskringla|Heimskringlu]] um lagasetningu Óðins. Kristnir menn fylgdu þessum hefðum og héldu veislur á [[Veturnætur|vetrarnóttum]], um [[jól]] og á [[páskar|páskum]], líkt og t.d. Snorri segir frá um Sigurð Þórisson.