„Heiðni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bahauksson (spjall | framlög)
Bahauksson (spjall | framlög)
Lína 33:
Sumar dýrategundir eru helgaðar ákveðnum guði. Svín og hestur eru helguð Frey. Þór á hafra og Óðinn hrafna. En þótt hestar teljist heilagir í ásatrú tíðkast það meðal heiðinna að borða hrossakjöt. Enn í dag trúa margir að hrafninn viti fyrir óorðna hluti og segi tíðindi líkt og hrafnar Óðins sögðu honum fréttir.
 
Orðin blóta og blessa þýða að dýrka guð. Blótstaðir eru kallaðir [[Hof_(guðshús)|hof]], [[Hörgur|hörgar]] eða vé. Örnefni sýna að blótstaðir voru mjög útbreiddir á Norðurlöndunum. Af nöfnunum þremur sem notuð eru um blótsstaði hefur vé víðtækasta merkingu, og getur táknað alla blótsstaði ásamt öðrum helgistöðum. Hof kallast musteri goðanna. Hörgur þýðir hóll eða hæð úr grjóti. Nítján örnefni með orðinu hörg eru þekkt á Íslandi, 43 bæjarnöfn og yfir 80 örnefni innihalda orðið hof. Í Noregi innialda 107 bæjarnöfn orðið hof. Á Hofsstöðum í Mývatnssveit hafa tóftir verið rannsakaðar sem sýna fram á að þar voru haldin blót. Að sunnanverðu var stór skáli yfir 36 metra langur og um 5,8 til 8,2 metra breiður.
 
Þegar fórnir voru færðar í blótum kallaðist blóðið hlaut. Hlaut er skylt orðinu hlutur í hlutkesti. Blóðið var notað við spágerð. Bænir voru þuldar á meðan fórnir voru færðar.