Munur á milli breytinga „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands“

=== Uppruni ===
=== Viðskiptaráðuneytið ===
{{Upplýsingasnið Stjórnarráð Íslands
|Nafn= Viðskiptaráðuneytið
|Stofnár= 1939
|Lagt niður= 2009
|Ráðherra= [[Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Íslands#Viðskiptaráðherrar 1939-1987|Sjá lista]]
}}
Á Íslandi var vipskiptaráðuneyti upprunalega stofnað þann [[17. apríl]] [[1939]] í upphafi [[Síðari heimsstyrjöldin|síðari heimsstyrjaldarinnar]] og hafði þá aðallega umsjón með innflutningi og gjaldeyrismálum, enda var slík starfsemi bundin [[gjaldeyrishöft|höftum]] til ársins [[1994]]. Ráðuneytið sá síðar meir um úthlutun [[Marshallaðstoðin|Marshallaðstoðarinnar]] og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Viðskiptaráðuneytið sinnti einnig alþjóðlegu efnahagssamstarfi Íslands við [[OECD]], aðild að [[EFTA]], [[GATT]] og að lokum [[EES]]. Við losun hafta breyttist starfsemi ráðuneytisins í að setja reglur um samkeppnismál, banka- og verðbréfaviðskipti og neytendamál.
 
=== Iðnaðarráðuneytið ===
Iðnaðarráðuneyti var formlega stofnað [[1. janúar]] [[1970]] við gildistöku laga nr. 73/1969 sem skipti upp málaflokkum Stjórnarráðs Íslands á reglubundinn hátt sem áður höfðu flakkað á milli ráðuneyta. Mál sem sneru að iðnaði höfðu áður heyrt undir samgöngumálaráðuneytið en frá 1957 var allt sem kom úr ráðuneytinu sem sneri að þessum málaflokki ritað í nafni iðnaðarmálaráðuneytis. Þegar Iðnaðarráðuneytið var loks stofnað var það rekið með sameiginlegu starfsliði og í sama húsi og Viðskiptaráðuneytið og fór einn ráðherra með báða málaflokka frá [[1988]] til [[2007]] þegar þeim var skipt upp á milli [[Össur Skarphéðinsson|Össurar Skarphéðinssonar]] og [[Björgvin G. Sigurðsson|Björgvins G. Sigurðssonar]].
2.436

breytingar