„Arnarfjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Poco a poco (spjall | framlög)
mynd x 2
Lína 1:
[[Mynd:Vestfirðir features.png|thumb|Vestfirðir]]
[[Mynd:Arnarfjörður, Vestfirðir, Islandia, 2014-08-15, DD 029.JPG|thumbnail|Arnarfjörður]]
[[Mynd:Arnarfjörður, Vestfirðir, Islandia, 2014-08-15, DD 030.JPG|thumbnail|Arnarfjörður]]
'''Arnarfjörður''' er annar stærsti fjörðurinn á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] eftir [[Ísafjarðardjúp]]i og er rétt sunnan við miðju kjálkans. Hann er um 30 [[Kílómetri|km]] langur inn í botn Dynjandisvogs, 5 til 10 km breiður og afmarkast hið ytra af [[Kópanes]]i að sunnan og [[Sléttanes]]i að norðan. Inn úr honum skerast nokkrir minni firðir og vogar.
 
== Lýsing ==
Sæbrött hamrafjöll liggja að firðinum yst, einkum að norðan, og hvarvetna er undirlendi lítið. Tvö forn eldfjöll eru við Arnafjörð, Kópur yst á Kópanesi og [[Kaldbakur (Vestfjörðum)|Kaldbakur]] við miðja norðurströndina. Í kringum Kaldbak fær landslagið sérstakan svip. Þar eru dalir og skörð, nær engir klettar en annars staðar kambar og strýtur og þar er [[líparít]] ráðandi bergtegund. Annars er aðalbergtegundin [[blágrýti]], á milli blágrýtishraunlaganna er víða [[surtarbrandur]] og [[Steingervingur|steingerðar]] og kolaðar plöntuleifar. Engin [[eldgos]] hafa orðið á Vestfjörðum síðustu 10 miljón árin.
[[Mynd:Cascada Dynjandi, Vestfirðir, Islandia, 2014-08-14, DD 124-126 1HDR.jpgJPG|thumb|left|Dynjandi í Arnarfirði.]]
Norðan við [[Langanes (Arnarfirði)|Langanes]] sem skiptir Arnarfirði eru [[Dynjandisvogur]] og [[Borgarfjörður (Arnarfirði)|Borgarfjörður]]. Sunnan Langanes eru [[Suðurfirðir]]nir: [[Bíldudalsvogur]], [[Fossfjörður]], [[Reykjarfjörður (Arnarfirði)|Reykjarfjörður]], [[Trostansfjörður]] og [[Geirþjófsfjörður]]. [[Ketildalir]] heitir einu nafni röð af stuttum dölum sem ná eftir allri strandlengjunni á suðurströnd Arnarfjarðar, frá Kópsnesi inn að Bíldudalsvogi, og voru þeir flestir byggðir áður fyrr. Arnarfjörður er allur mjög djúpur nema sandrif gengur út frá Langanesi.