„Tékkland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Syum90 (spjall | framlög)
Reverted to revision 1471145 by 178.19.61.18: why remove?. (TW)
Lína 58:
 
== Stjórnsýsla ==
=== Þjóðfáni og skjaldarmerki ===
Þjóðfáni Tékklands samanstendur af þremur reitum. Efst er hvítt, neðst er rautt, en frá vinstri sker sig blár þríhyrningur inn í hina litina. Slíkt er einsdæmi hjá fánum í Evrópu. Rauði og hvíti liturinn eru komnir úr skjaldarmerki Bæheims, en blái liturinn er upprunni í Slóvakíu. Fáninn var tekinn í notkun [[30. mars]] [[1920]] og gilti fyrir Tékkóslóvakíu. Þegar Þjóðverjar innlimuðu Bæheim [[1939]] var notast við annan fána, en sá gamli var tekinn í notkun á ný eftir stríð [[1945]]. Þegar Tékkóslóvakía klofnaði í sundur [[1993]] var ákveðið að halda fánanum óbreyttum. Litirnir eru auk þess gjarnan notaðir fyrir slavnesk lönd (til dæmis Rússland).
 
Skjaldarmerki Tékklands samanstendur af fjórum minni skjöldum. Tveir þeirra eru eins, efst til vinstri og neðst til hægri en það er hvíta ljónið í skildi Bæheims. Efst til hægri er hvíti örn Mæri en neðst til vinstri er svarti örn Slesíu. Skjaldarmerkið var innleitt 1993.
 
=== Stjórn ===
Í Tékklandi er þingbundin stjórn. Þingið samanstendur af tveimur deildum. Efri deildin samanstendur af 200 þingmönnum sem sitja í fjögur ár í senn. Í neðri deild er 81 þingmaður, sem situr í sex ár í senn. Forsætisráðherra fer fyrir þinginu og er valdamesti maður landsins. Æðsti embættismaðurinn er hins vegar forsetinn, sem er kjörinn af þinginu. Hann situr í fimm ár í senn og getur mest setið í tvö kjörtímabil. Pólitísk völd hans eru þó lítil. Aðeins tveir menn hafa klætt forsetaembættið síðan landið klofnaði 1993: