„Færeyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 178.19.59.130 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Sweepy
Lína 37:
 
Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru [[fiskveiðar]] og [[fiskvinnsla]]. Miklar [[olíulind]]ir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og [[Bretland]]s og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. [[Þjóð]]irnar eru náskyldar, svo og tungumálin [[færeyska]] og [[íslenska]].
 
== Saga ==
{{Aðalgrein|Saga Færeyja|Færeyinga saga}}
Talið er að [[einsetumaður|einsetumenn]] og [[munkur|munkar]] frá [[Skotland]]i eða [[Írland]]i hafi sest að í Færeyjum á [[6. öld]] og líklega flutt þangað með sér [[sauðfé]] og [[geit]]ur. Norrænir menn komu svo til eyjanna um [[800]] og settust einhverjir þeirra þar að en samkvæmt því sem segir í [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]] fullbyggðust eyjarnar seint á [[9. öld]] þegar norskir menn hröktust þangað undan [[Haraldur hárfagri|Haraldi hárfagra]]. Fyrsti [[landnámsmaður]] Færeyja var að sögn [[Grímur kamban]].<ref>[http://www.snerpa.is/net/isl/fsaga.htm ''Færeyinga saga''. Hjá snerpu.is]</ref> Hann á að hafa búið í [[Funningur|Funningi]] á [[Eysturoy]]. Viðurnefnið er [[Keltneskar þjóðir|keltneskt]] og bendir til tengsla við [[Bretlandseyjar]].
 
=== Færeyjar á fyrri öldum ===
Í [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]] segir svo frá kristnitöku í Færeyjum að [[Sigmundur Brestisson]] hafi hrakist þaðan undan óvinum sínum til [[Noregur|Noregs]] í lok [[10. öldin|10. aldar]]. Þar tók hann kristna trú og var falið af [[Ólafur Tryggvason|Ólafi konungi Tryggvasyni]] að kristna Færeyinga, sem hann og gerði, en helsti andstæðingur hans var [[Þrándur í Götu]] og féll Sigmundur fyrir honum.
 
Þrándur var leiðtogi Færeyinga næstu áratugina en hann dó um 1035 og þá varð Leifur Össurarson helsti höfðingi Færeyinga og gerðist lénsmaður Noregskonungs. Hefur verið miðaði við að víkingaöldinni í Færeyjum hafi lokið það ár og eyjarnar komist undir yfirráð Noregskonungs. Hélst sú skipan til [[1380]], þegar Noregur komst undir [[Danmörk]]u í [[Kalmarsambandið|Kalmarsambandinu]]. Alla tíð síðan hafa Færeyjar verið undir danskri stjórn. Árið 1274 varð [[Lögmaður Færeyja|lögmaðurinn]] konunglegur embættismaður en hafði áður verið valinn af landsmönnum á þingi.
[[Mynd:Faroe map 1673 by lucas debes.png|thumb|left|Kort af Færeyjum frá [[1673]].]]
[[Biskup]]ssetur var stofnað í Færeyjum, líklega um eða upp úr [[1100]], því vitað er að Ormur, sem var biskup eyjanna [[1139]], var sá fjórði í röðinni og líklega sá fyrsti sem sat í [[Kirkjubær (Færeyjum)|Kirkjubæ]]. [[Erlendur biskup|Erlendur]] var biskup Færeyja [[1269]]-[[1308]] og í hans tíð var [[Sauðabréfið]] skrifað, elsta skjal sem varðveitt er frá Færeyjum. Hann hóf líka byggingu [[Múrinn í Kirkjubæ|Magnúsarkirkjunnar]] í Kirkjubæ. Annars er fremur fátt vitað um biskupana í kaþólskri tíð. [[Siðaskipti]] urðu á eyjunum [[1538]] og biskupinn sem þá tók við varð eini [[Evangelísk-lúthersk kirkja|lútherski]] Færeyjabiskupinn, embættið var lagt niður og eyjarnar lögðust fyrst undir biskupinn í [[Björgvin]] og frá [[1620]] undir [[Sjálandsbiskup]]. Embætti Færeyjabiskups komst ekki á að nýju fyrr en [[1963]].<ref>[http://nesforn.weebly.com/dansk.html Á heimasíðu Fornminnisfelagsins og Bygdarsavnsins í Nes Kommunu, skoðað 13. apríl 2011.]</ref>
 
[[Sjóræningi|Sjóræningjar]] frá [[Alsír]], líklega þeir sömu og rændu á Íslandi, frömdu Tyrkjarán í [[Hvalba]] [[1629]], drápu sex og rændu yfir þrjátíu konum og börnum og seldu í [[Þrælahald|þrældóm]]. [[England|Ensk]], [[Holland|hollensk]] og [[Þýskaland|þýsk]] skip gerðu iðulega [[strandhögg]] á eyjunum en [[Magnús Heinason]] barðist gegn þeim af miklu kappi um [[1580]] og eftir það varð mun friðvænlegra. Verslunin fluttist svo frá Björgvin til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] snemma á [[17. öld]]. Árið [[1655]] hófst tímabil það sem nefnt hefur verið [[Gablatíðin]], þegar Daninn [[Christoffer Gabel]] fékk Færeyjar að léni, og er það almennt talið erfiðasti tíminn í sögu Færeyja. Einn helsti andstæðingur hans var presturinn [[Lucas Debes]], sem leiddi sendinefnd sem hélt til Kaupmannahafnar 1673 til að kvarta yfir Gabel, sem lést sama ár. Sonur hans tók þó við og Gablatíðin er talin standa til [[1709]].<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=922128 Búreisingur. 2. tbl.1902.]</ref>
 
=== Þjóðernisvakning ===
Þegar Danir misstu yfirráð yfir Noregi í [[friðarsamningarnir í Kiel|friðarsamningunum í Kiel]] [[1814]] héldu þeir Færeyjum, [[Grænland]]i og [[Ísland]]i áfram þótt þessi lönd hefðu heyrt undir Noregskonung. Árið [[1816]] ákvað danska stjórnin að leggja niður færeyska lögþingið og embætti [[Lögmaður Færeyja|lögmanns]] og gera eyjarnar að [[amt]]i í Danmörku.
 
Á svipuðum tíma hófst þó barátta fyrir framförum í Færeyjum og var skáldið, bóndinn og skipasmiðurinn [[Nólseyjar-Páll]] þar í fararbrjósti. Hann barðist gegn [[einokun]]arversluninni, sem lengi hafði verið í Færeyjum, smíðaði sér sjálfur skip og sigldi á því til Danmerkur og Englands og keypti varning í trássi við yfirvöld. Páll, sem er ein helsta þjóðhetja Færeyinga, fórst á heimleið frá Englandi veturinn [[1808]]/[[1809]].<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1001275 Nólseyjar-Páls þáttur. Tíminn, 16. október 1943.]</ref>
 
Einokunarverslunin var loks afnumin [[1856]] og lögþingið var endurreist [[1852]]. [[Þjóðernisvitund|Þjóðernisvakning]] hófst [[1888]] með stofnun [[Føroyingafelagið|Føroyingafelagsins]] og snerist upphaflega fyrst og fremst um að varðveita [[færeyska|færeyska tungu]] og menningu en síðar fór hún að beinast meira að [[stjórnmál]]um og stjórnmálaflokkar urðu til.
 
Deilan um tungumálið harðnaði þegar danska stjórnin ákvað árið [[1912]] að undirlagi [[Sambandsflokkurinn|Sambandsflokksins]] að kennsla í færeyskum skólum skyldi fara fram á [[danska|dönsku]]. Því var þó breytt aftur árið [[1938]]. Einn helsti leiðtogi þjóðernisvakningarinnar var kóngsbóndinn [[Jóannes Patursson]].
 
=== Heimastjórn ===
[[Bretland|Bretar]] hernámu Færeyjar [[12. apríl]] [[1940]] og stóð hernámið til stríðsloka. Efnahagur Færeyinga batnaði mjög í stríðinu vegna fisksölu til Bretlands og þeir sigldu undir eigin fána, sem þeir höfðu ekki getað áður. Þegar stríðinu lauk tóku Danir aftur við en sjálfstæðishreyfingunni hafði vaxið fiskur um hrygg. Færeyingar gátu hins vegar ekki komið sér saman um hvað þeir vildu sjálfir. Árið [[1946]] var haldin [[Þjóðaratkvæðagreiðslan í Færeyjum 1946|þjóðaratkvæðagreiðsla]] þar sem Færeyingar kusu um framtíðarfyrirkomulag sambandsins við Danmörku. Þeir samþykktu með mjög naumum meirihluta að lýsa yfir [[sjálfstæði]] en danska stjórnin hafnaði því og boðaði til kosninga þar sem andstæðingar sjálfstæðisyfirlýsingar náðu meirihluta svo að ekkert var gert með hana. Í kjölfarið fengu Færeyingar þó [[heimastjórn]] [[1948]] og yfirráð yfir eigin málum að flestu leyti, en [[Stjórnarskrá Danmerkur|danska stjórnarskráin]] frá [[1953]] hefur aldrei verið samþykkt í Færeyjum og í henni er raunar hvergi minnst á eyjarnar.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=616497 Sjálfstæðisbarátta Færeyinga. Gagnasafn Morgunblaðsins, sótt 11. apríl 2011.]</ref>
 
Þegar Danir gengu í [[Evrópusambandið]] [[1973]] ákváðu Færeyingar að standa fyrir utan það. Alvarleg [[efnahagskreppa]] var í Færeyjum upp úr [[1990]] eftir mikinn uppgang á [[1981-1990|níunda áratugnum]] og um 15% Færeyinga fluttu úr landi en eyjarnar náðu þó að rétta úr kútnum. Stuðningur við sjálfstæði hefur farið vaxandi í Færeyjum á síðari árum og meirihluti Dana vill losna úr ríkjasambandinu en mörg mál eru þó óleyst og Færeyjar fá enn töluverðan fjárstuðning frá Danmörku og margir Færeyingar telja ríkjasambandið nauðsynlega tryggingu vegna þess hve einhæft atvinnulíf eyjanna er.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=616497 Sjálfstæðisbarátta Færeyinga. Gagnasafn Morgunblaðsins, sótt 11. apríl 2011.]</ref>
 
== Þjóð og tunga ==
Lína 42 ⟶ 69:
[[Mynd:Tórshavn.10.jpg|thumb|right|Þórshöfn.]]
[[Mynd:Faroe stamp 048 europe (v u hammershaimb).jpg|thumb|right|V.U. Hammershaimb mótaði færeyska ritmálið.]]
Færeyingar eru af norrænum uppruna, líkt og Íslendingar. Talið er að landnámsmenn í Færeyjum hafi ýmist komið beint frá [[Noregur|Noregi]] og öðrum [[Norðurlönd]]um eða úr byggðum norrænna manna á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]]. Færeyingar hafa ekki sjálfstæðan [[ríkisborgararéttur|ríkisborgararétt]], heldur eru þeir danskir ríkisborgarar. Fólk af færeyskum uppruna, búsett í Danmörku, er þó sérstaklega skráð hjá dönsku hagstofunni og samkvæmt upplýsingum hennar bjuggu 22.549 einstaklingar af færeyskum uppruna (fæddir í Færeyjum eða eiga foreldri eða afa eða ömmu fædda í Færeyjum) í Danmörku árið 2006, en það ár voru íbúar Færeyja 48.219. Þann [[1. febrúar]] [[2011]] voru þeir orðnir 48.565.<ref>[http://www.hagstova.fo/portal/page/portal/HAGSTOVAN/Hagstova_Foroya Hagstofa Færeyja,]</ref> LOLLOLOLOLOLLLOLOLOOLLOLOL
 
=== Fólksfjöldaþróun ===
Lína 98 ⟶ 125:
 
=== Menntun ===
Í færeyskum [[Grunnskóli|grunnskólum]] hefur verið kennt á færeysku frá [[1938]] en einnig fá nemendur kennslu í dönsku og ensku. Vísir að [[framhaldsskóli|framhaldsskóla]] kom þegar árið [[1937]] en það var ekki fyrr en [[1964]] sem fyrsti framhaldsskólinn, Føroya Studentaskúli, var settur á laggirnar í [[Hoyvík]]. Í [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] er Føroya Handilsskúli, tækniskóli og sjómanna- og vélskóli. Þar er einnig [[Fróðskaparsetur Føroya]], sem var stofnað [[20. maí]] [[1960]] og er eini skólinn á háskólastigi. Mjög margir Færeyingar fara þó til framhaldsnáms í Danmörku og öðrum löndum.
 
go fuck yourself
=== Dansar og kvæði ===
[[Mynd:Faroese folk dance club from vagar.jpg|thumb|left|Færeyingar í [[Færeyski þjóðbuningurinn|færeyska þjóðbúningnum]].]]
Eftir [[siðaskiptin]] í Færeyjum var færeyskri tungu í raun úthýst úr kirkjunni, menningu og stjórnsýslu eyjanna og færeyskt [[ritmál]] var ekki mótað fyrr en um miðja [[19. öld]]. Menningararfurinn varðveittist því fyrst og fremst í munnlegri geymd um 300 ára skeið, bæði sem sögur, ævintýri og ekki síst [[dans]]ar og kvæði. Sum þessara kvæða eru um fornkappa, stundum íslenska, önnur um riddara og rómantík og sum eru skopkvæði um færeyska almúgamenn. Þessi kvæði hafa verið gefin út í stórum kvæðasöfnum.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein id=437904 Færeyskt stórvirki. Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 11. apríl 2011]</ref>
 
Færeyingar sungu [[þjóðkvæði]] sín við forn [[Vikivaki|vikivakalög]] og dönsuðu dansa sem áttu rætur að rekja til [[Miðaldir|miðalda]]. Svipaðir dansar tíðkuðust á [[Ísland]]i á fyrri öldum en hurfu á [[17. öld|17.]] og [[18. öld]] þótt mörg danskvæði hafi varðveist niðurskrifuð. Færeyingar hafa aftur á móti haldið dans- og kvæðamenningu sinni til dagsins í dag og stíga enn forna dansa, til dæmis á þjóðhátíðardeginum [[Ólafsvaka|Ólafsvöku]].
 
Færeyski dansinn er [[hringdans]] eða keðjudans og geta danskvæðin verið allt frá fáeinum [[erindi|erindum]] upp í mörg hundruð. Oftast er einn [[forsöngvari]] sem syngur kvæðið en svo taka allir undir í [[viðlag]]inu, sem er sungið eftir hverja vísu.<ref>[http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=617329 Leikum fagurt á foldum, enginn treður dansinn undir moldum. Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 11. apríl 2011.]</ref>
 
[[Færeyski þjóðbúningurinn]] er svipaður [[Íslenski þjóðbúningurinn|þeim íslenska]] en þó litríkari. Fólk klæðist honum meðal annars á Ólafsvöku þegar það dansar en það er þó alls ekkert skilyrði að vera í búningi.
 
=== Færeyskar bókmenntir ===
Lína 257 ⟶ 293:
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
 
== Tenglar ==
* [http://www.flb.fo Føroya landsbókasavn]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3297962 ''Vindsorfið en vinalegt land''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1976]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1374350 ''Færeyjar; með gestrisnum frændum í fögru landi''; grein í Morgunblaðið 1966]
* [http://www.flickr.com/groups/1221871@N23/pool/ Faroe Islands Nature and People]
* [http://www.norden.org/is/um-northurloend/loend-og-sjalfstjornarsvaethi/faereyjar Tölfræðiupplýsingar um Færeyjar á Norden.org]
* [http://www.riccardozipoli.com/demo/galleries_collections.php?a=112&n=8&d=FAROE%20ISLANDS&pagine=1&paginazione=1 Ljósmyndir]
 
 
{{commons|Faroe Islands|Færeyjum}}
{{Eyjar í Færeyjum}}
{{Evrópa}}
{{Norðurlandaráð}}
{{Vestnorræna ráðið}}
{{Gæðagrein}}
 
{{Tengill ÚG|de}}
{{Tengill ÚG|no}}
 
{{Tengill ÚG|hu}}
 
{{Tengill ÚG|sr}}
{{Tengill ÚG|af}}
{{Tengill ÚG|fi}}
{{Tengill ÚG|gv}}
 
[[Flokkur:Færeyjar|*]]
[[Flokkur:Norðurlönd]]
 
{{Tengill GG|da}}