Munur á milli breytinga „Guðmundur Friðjónsson“

m
ekkert breytingarágrip
m
m
Guðmundur fæddist að Silalæk í Aðaldal þar sem faðir hans, Friðjón Jónsson, var þá bóndi. Friðjón flutti síðar að Sandi og Guðmundur tók þar við búskap eftir föður sinn. Guðmundur gekk í [[Möðruvallaskóli|Möðruvallaskóla]] árin [[1891]]-[[1893]] og og var það eina menntun hans. Upp frá því gerðist hann bóndi og umsvifamikill rithöfundur og stóð oft styr um hann í blöðum og tímaritum landsins. Í mörg ár hafði hann þann sið að hann tók sig upp frá búi sínu og flutti fyrirlestra um ýmis þjóðmál, hugmyndir sínar og hugsjónir.
 
Fyrsta kvæðabók Guðmundar kom út árið [[1902]] og hét ''Úr heimahögum'', en áður hafði hann birt smásögur, ljóð og sagnaþætti í ''[[Eimreiðin (tímarit)|Eimreiðinni]]''. Næstu ár hélt Guðmundur uppteknum hætti, ritaði stutta þætti og sögur, orti kvæði og birti sumt af þessu hér og þar. Hann skrifaði ritgerðir um ýmis efni í blöð og tímarit. Árið [[1904]] gaf hann út safn af dýrasögum, ''Undir beru lofti'', (hann gaf svo út aðra bók með dýrasögum árið [[1938]]: ''Úti á víðavangi''). Árið [[1907]] kom út eina [[skáldsaga]] hans, ''[[Ólöf í Ási]]''. Sagan hlaut misjafna dóma, þótti klúr og jafnvel ósiðleg á köflum. Guðmundur skrifaði ekki lengri sögur enda mun hann hafa átt örðugt með að taka fyrir ritverk sem kröfðust langrar aðsetu.
 
Guðmundur lagði alla ævi mikla rækt við sérkennilegan stíl sinn og málfar, sem að vissu leyti minnir á og er í ætt við hið forna skáldamál.
42.665

breytingar