„Hagfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Hagfræði''' er [[félagsvísindi|félagsvísindagrein]] sem fæst við það hvernig [[maður|einstaklingar]], [[fyrirtæki]] og [[samfélag|samfélög]] stjórna og ráðstafa takmörkuðum aðföngum og gæðum með það að markmiði að auka velsæld sína. Hagfræðingar rannsaka meðal annars hvernig [[framleiðsla|framleiðendur]] og neytendur skiptast á gæðum og framleiðsluþáttum, hvernig hagrænir hvatar hafa áhrif á ákvarðanatöku, hvernig starfsemi í samfélögum þróast yfir tíma og hvernig [[ríkisvald|yfirvald]] getur haft áhrif á ráðstöfun aðfanga og gæða.
 
Helsta forsenda flestra hagfræðilíkana er að einstaklingar hugsi rökrétt og að fyrirtæki hafi það eina markmið að hámarka hagnað. Að þessum forsendum gefnum komast ríkjandi hagfræðikenningar að þeirri niðurstöðu að [[markaður|markaðir]] séu venjulega [[Pareto-hagkvæmni|hagkvæmasta]] leiðin til að stýra efnahagsstarfsemi en að inngrip af hálfu ríkisvalds geti stundum bætt niðurstöðu markaða. [[Hagvöxtur|Hagvöxt]] má auka með auknum sparnaði, hagkvæmni og tækni, og ríkisvald getur, að minnsta kosti til skamms tíma, haft áhrif á hagstærðir á borð við [[verðbólga|verðbólgu]] og [[atvinnuleysi]]. [[Rekstrarhagfræði]] fæst við rannsóknir á einstökum mörkuðum en [[þjóðhagfræði]] á hagkerfum í heild sinni.
 
[[Heimspeki]]ngar hafa skrifað um hagfræðileg málefni frá [[fornöld]], en hagfræðin varð til sem eiginleg fræðigrein á [[18. öld]]. [[Adam Smith]], [[David Ricardo]], [[Thomas Malthus]] og fleiri tilheyrðu klassíska tímabilinu í hagfræði. Nýklassísk hagfræði bætti á kenningar þeirra með jaðargreiningu og forsendunni um hagræna rökvísi. Nútíma [[þjóðhagfræði]] varð til í byrjun [[20. öld|20. aldar]] og varð að miklu leyti vinsæl fyrir tilstuðlan [[John Maynard Keynes]]. Í dag starfa hagfræðingar á ýmsum sviðum atvinnulífsins og sem ráðgjafar við opinbera stefnumótun.</onlyinclude>
Lína 19:
Hagfræðingar rannsaka hugtök á borð við [[verð]], [[kostnaður|kostnað]], [[framboð og eftirspurn|framboð, eftirspurn]], [[verðbólga|verðbólgu]], [[atvinnuleysi]] og [[hagvöxtur|hagvöxt]]. Ólíkt flestum öðrum vísindagreinum er sjaldnast hægt að gera [[tilraun]]ir í hagfræði vegna þess að hagfræðin fæst við samfélagslega [[hegðun]] í stóru samhengi.<ref>Library of Economics and Liberty. Is Economics a Science?</ref> Þess í stað notast hagfræðingar við raungögn úr hagkerfinu, svo sem þjóðhagsmælingar, til þess að búa til líkön sem lýsa sambandi hinna ýmsu hagfræðilegu hugtaka. Sum hugtök, eins og verðbólgu, er hægt að mæla beint, en önnur hugtök, eins og eftirspurn, er ekki hægt að mæla nema með óbeinum og óljósum hætti.
 
Hagfræðingar starfa við rannsóknir í háskólum, hjá hinu opinbera, hjá félagasamtökum og víða í einkageiranum. Þeir sérhæfa sig gjarna íá einu ákveðnu sviði, svo sem á sviði fjármála, vinnumarkaðar eða náttúruauðlinda. Fjármálastofnanir, tryggingafélög, verkalýðsfélög, ýmsar ríkisstofnanir og fyrirtæki notast við ráðgjöf hagfræðinga á einu eða fleiri sviðum við ákvarðanatöku um verðlagningu og stefnumótun. Þá starfa margir hagfræðingar hjá seðlabönkum og öðrum stofnunum við að spá fyrir um hagþróun og meta efnahagsstefnu stjórnvalda.<ref>U.S. Department of Labor. What do economists do?</ref> Háskóli Íslands býður upp á bæði grunnnám og framhaldsnám í hagfræði.<ref>Háskóli Íslands. Námsleiðir í hagfræðideild.</ref> Þess er í auknum mæli krafist að umsækjendur um störf á sviði hagfræði hafi lokið meistara- eða [[doktorsgráða|doktorsnámi]].
 
==Saga og kenningaskólar==