„1977“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 96:
 
===September===
[[Mynd:Titan_3E_with_Voyager_1.jpg|thumb|right|''Voyager 1'' tekst á loft]]
* [[5. september]] - [[Voyager-áætlunin]]: ''[[Voyager 1]]'' var skotið á loft.
* [[6. september]] - [[Þýska haustið]]: [[Hanns Martin Schleyer]], forseta samtaka þýskra atvinnurekenda, var rænt af [[Rote Armee Fraktion]] í Köln og þrír fylgdarmenn hans drepnir.
* [[7. september]] - Bandaríkin og Panama gerðu með sér nýjan samning um [[Panamaskurðurinn|Panamaskurðinn]] sem gerði ráð fyrir að Panama fengi smám saman full yfirráð yfir skurðinum.
* [[10. september]] - [[Hamida Djandoubi]] varð síðasti maðurinn sem var tekinn af lífi með [[fallöxi]] í Frakklandi.
* [[11. september]] - [[Atari 2600]] kom út í Bandaríkjunum.
* [[12. september]] - [[Steve Biko]] lést eftir höfuðáverka sem hann hlaut í gæsluvarðhaldi lögreglu í Suður-Afríku.
* [[17. september]] - [[Jón L. Árnason]] varð heimsmeistari unglinga í skák.
* [[18. september]] - Bandaríska skútan ''[[Courageous (skúta)|Courageous]]'' undir stjórn [[Ted Turner]] sigraði ástralska áskorandann í [[Ameríkubikarinn|Ameríkubikarnum]].
* [[20. september]] - [[Petrosavodskfyrirbærið]] sást frá Sovétríkjunum og fleiri löndum í Norður-Evrópu.
 
===Október===
* [[1. október]] - [[Samtök áhugafólks um áfengisvandamál|SÁÁ]] stofnað.