„Frakkakeisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Ingres,_Napoleon_on_his_Imperial_throne.jpg|thumb|right|Napoléon Bonaparte í krýningarskrúða á málverki eftir [[Jean Auguste Dominique Ingres]] frá 1806]]
'''Frakkakeisari''' ([[franska]]: ''Empereur des Français'') var titill [[þjóðhöfðingi Frakklands|þjóðhöfðingja Frakklands]] þegar [[Bonaparte-ætt]]in var við völd. [[Napoléon Bonaparte]] var fyrstur titlaður Frakkakeisari af [[franska öldungadeildin|frönsku öldungadeildinni]] [[14. maí]] [[1804]] og var krýndur [[2. desember]] sama ár í [[Notre Dame]]-dómkirkjunni með [[Napóleonskórónan|Napóleonskórónunni]]. Titillinn var af ásettu ráði látinn vísa til Frakka, þ.e. [[þjóð]]arinnar, en ekki [[Frakkland]]s. Áhersla var lögð á að hið nýja stjórnarfar sem Napoléon kom á varð þannig [[Fyrsta franska keisaradæmið]] en ekki endurreisn [[Frakkakonungur|franska konungdæmisins]]. Með [[endurreisn konungdæmis í Frakklandi]] [[1814]] leið þetta keisaradæmi undir lok. Ári síðar var keisaradæmið endurreist þegar Napoléon komst aftur til valda og ríkti í [[Hundrað daga ríkið|94 daga]]. Sonur hans, [[Napóleon 2.]], ríkti semvarð Frakkakeisari í tvö skipti: fyrst í sex daga í apríl eftir ósigur Napoléons 1814 og síðan í 15 daga eftir [[orrustan við Waterloo|orrustuna við Waterloo]] þar til bandamenn héldu innreið sína inn í [[París]]. Hann var þriggja ára í fyrra skiptið og fjögurra ára í það síðara.
 
Titillinn var aftur tekinn upp af bróðursyni Napoléons, [[Napóleon 3.|Napóleoni 3.]], þegar hann, sem forseti [[Annað franska lýðveldið|Annars lýðveldisins]], framdi [[valdaránið í Frakklandi 1851|valdarán]] og stofnaði [[Annað franska keisaradæmið]] árið [[1852]]. Hann ríkti til [[1870]] þegar Frakkland beið ósigur fyrir [[Prússland|Prússum]] og keisarinn hélt í útlegð til Bretlands.