„Hjarta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Hjartað er líffæri milli lungna í miðmæti (mediastinum). Hjartað er sjálfvirkur rauður vöðvi sem herpist saman og slakar á í takt, og sér þannig um blóð flæði um blóðrásarkerfi líkamans.
Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennur úr gáttunum um hjartalokur niður í neðri hjartahólfin sem heita sleglar eða hvolf. Þeir dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti fara fram en hinn vinstri til allra vefja líkamans.
 
Veggir hjartans eru vöðvaríkir og býr vöðvavefur hjartans yfir sjálfvirkni. Það þýðir að hann dregst saman með vissu millibili án þess að þurfa að fá taugaboð. Þetta sést á því að sé hjarta rifið úr dýri heldur það áfram að slá, þótt engin tengsl séu við taugar lengur. Undir eðlilegum kringumstæðum, það er að segja í lifandi líkama, er hjartslátturinn þó undir stjórn miðtaugakerfisins.
Uppbygging og gerð
Hjartavöðvavefurinn þarf á næringu að halda eins og allir aðrir vefir líkamans, og ekki síst súrefni. Sérstakar æðar, svokallaðar kransæðar, kvíslast um hjartavöðvann og flytja honum súrefni og næringarefni. Stíflist kransæð getur hún ekki gegnt sínu hlutverki og flutt vöðvanum næringu og súrefni. Sé ekkert að gert deyr sá hluti vöðvans sem stíflaða æðin sá um.
Hjarta spendýra er fjórhólfa og efri hólfin hvoru megin kallast gáttir (eða ullinseyru) en neðri hólfin hvolf. Þannig skiptist hjartað í vinstri og hægri gáttir og vinstri og hægri hvolf.
 
Hjartað virkar sem tvöföld dæla þar sem hægri hluti þess tekur við súrefnissnauðu blóði frá stóru blóðhringrásinni, sem liggur um líkama og útlimi, og dælir því til lungna (litlu hringrás). Þannig kemur súrefnisríkt blóð frá lungum inn í vinstri hluta hjartans sem svo sér um að dæla blóðinu út til vefja líkamans. Sé hjartað skoðað sést greinilega hvor hlutinn dælir lengra og gegn hærri þrýstingi, því veggir vinstra hjartahvolfs eru mun þykkari en aðrir veggir í samræmi við álag.
 
Milli gátta og hvolfa eru hjartalokur sem opnast og lokast reglulega samfara blóðdælingunni. Slíkar lokur er einnig að finna á aðalæðum frá hjartanu. Hjartsláttarhljóðið eru smellir í hjartalokunum.
 
Hjartavöðvinn er sérhæfður vöðvi úr sérhæfðum vöðvafrumum sem geta starfað óháð heildinni, svo sem í næringarlausn. Þessar frumur dragast saman í takt fyrir tilstilli rafboða sem koma frá gúlpshnúti í vegg hægri gáttar.
 
Hjartað er umlukið sterkum, tvöföldum bandvefspoka með vökva á milli. Þessi poki nefnist gollurshús og ver hjartað hnjaski. Hjartað hefur eigið æðakerfi, kransæðar, sem veitir blóði um vöðvann sjálfan. Kransæðakerfi þetta gerir hjartað því sem minnst háð annarri starfsemi lífverunnar.
 
Sjúkdómar
Hjartaáfall er oft afleiðing langvinns hjartasjúkdóms og getur leitt til skyndilegs dauða. Þá er hjartaþelsbólga sjúkdómur sem t.d. orsakast af smiti S. aureus.