„Múhameð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VXR8 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
VXR8 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 25:
== Flóttinn frá Mekka ==
Árið [[622]] eftir fjölda hótana og ofsókna flúðu Múhameð og fylgjendur hans frá Mekka til [[Medina]] þar sem hann aflaði sér margra fylgismanna. Þessi flótti er kallaður Hijira, það er við þessa dagsetningu sem múslimar miða dagatal sitt EH (Eftir Hijira). Óvinsemd milli Mekka og Medina óx stöðugt, árið [[624]] réðst Múhameð með hóp 300 múslima á úlfaldalest frá Mekka. Árásin mistókst og íbúar í Mekka ákváðu að senda lítinn her til Medina til að útrýma múslimum.
 
Boðskapur Múhameðs féll vel að hugmyndum Gyðinga sem bjuggu í Medina. Það var litið alvarlegum augum hjá Aröbum að Múhameð skyldi flytja til Medina því með því varð bræðralag trúarinnar æðra ættartengslum. Í þessum nýju heimkynnum Múhameðs fóru stjórnmálahæfileikar hans að segja til sín og náði hann á skömmum tíma nær öllum völdum í sínar hendur. Hann kom því þannig fyrir að öllum málum skyldi skotið til Allah og spámanns hans.<ref name="Trúarbrögð mannkyns">{{bókaheimild|höfundur=Sigurbjörn Einarsson|titill=Trúarbrögð mannkyns|ár=1994|útgefandi=Skálholt|ISBN=9979826290}}</ref>
 
15. mars árið 624 börðust múslimar og íbúar Mekka nálægt [[Badr]]. Þó að herlið Mekka væri tvöfalt fjölmennara tókst múslimum að vinna sigur.