„Richard Nixon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Annarosagud (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Annarosagud (spjall | framlög)
Lína 47:
== Eftir forsetatíð ==
Eftir að Nixon hafði sagt af sér tók [[Gerald Ford|Gerald Ford]] við embætti forseta. Mikil reiði var vegna Watergate málsins og þó að margir vildu að Nixon myndi taka út þá refsingu sem hann ætti skilið ef hann yrði fundin sekur en það kom aldrei til þess. Ford bauð honum sakaruppgjöf sem Nixon þáði, þrátt fyrir að vilja það ekki í fyrstu því honum fannst það gefa til kynna að hann væri sekur.
Nixon og [[Pat Nixon|Pat]], eiginkona hans, fluttu til Kaliforníu, á heimili sitt ([[La Casa Pacifica|La Casa Pacifica]]), strax eftir að hann hafði sagt af sér. Fyrstu mánuðirnir eftir forsetatíð Nixons voru erfiðir fyrir hann, ekki eingöngu andlega heldur fylgdu einnig líkamleg veikindi. Nixon fór í aðgerð vegna blóðtappa í fæti og eftir þá aðgerð fékk hann innvortis blæðingu svo hann þurfti að fara í aðra aðgerð.
Endurkoma Nixons byrjaði með ferðalögum hans en hann ferðaðist um allan heim og árið 1976 fór hann til Kína þar sem honum var tekið mjög vel. Fljótlega fór hann að tala opinberlega en árið 1978 hélt hann fyrstu ræðu sína í Kentucky. Flótlega var Nixon aftur orðin áberandi og leituðu meira að segja aðrir forsetar ráða hjá honum varðandi utanríkismál. Nixon talaði mikið opinberlega og gaf út margar bækur. Nixon lést þann 22. apríl árið 1994.<ref>{{vefheimild|höfundur=Miller Center|titill=Life After the Presidency|url=http://millercenter.org/president/nixon/essays/biography/6|publisher=Miller Center|mánuðurskoðað=21. nóvember|árskoðað=2014}}</ref>