„Vistarbandið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
+mynd
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Hey bundið í bagga, 1907.jpg|thumb|right|Hey bundið í bagga á [[Arnarvatn]]i árið 1907.]]
'''Vistarbandið''' var kvöð um að allt jarðnæðislaust fólk skyldi vera í vinnumennsku. Ef karl og kona réðu ekki eigin búi urðu þau að vera [[vinnuhjú]] á heimili [[bóndi|bónda]] og eiga þar [[grið]]. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn og skyldi skipta um heimili og vinnu á [[Vinnuhjúaskildagi|vinnuhjúaskildaga]] sem lengst af var á [[krossmessa á vor|krossmessu á vor]], [[3. maí]], en fluttist yfir á [[14. maí]] árið [[1700]] þegar tímatalinu var breytt.
 
== Saga ==
Lágmarksstærð búa var þrjú [[kúgildi]] samkvæmt [[Píningsdómur|Píningsdómi]] frá árinu [[1490]]. Ef einstaklingur réð ekki yfir slíkri eign þá varð hann að gerast vinnuhjú. Þessi lög voru ennþáenn þá í gildi á 18. öld og giltu í reynd áfram langt fram á 19. öld.
Ef húsbóndi stóð ekki við skyldur sínar við vinnuhjú þá mátti kæra hann fyrir [[hreppstjóri|hreppstjóra]] en vinnuhjú máttu þó ekki yfirgefa bæinn nema með leyfi bónda. Hvorki vinnuhjú né bændur máttu fara frá byggðalagi sínu nema þau fengju skriflegt leyfi prests eða veraldlegra yfirvalda.
Lína 10:
 
== Vistarband á Norðurlöndum og á Íslandi ==
Vistarbandið var tekið upp í [[Danmörk]]u árið [[1733]] (undir nafninu ''stavnsbånd'') vegna áhrifa frá landeigendum og her til að tryggja bændum ódýrt vinnuafl. [[Ísland]] er sérstakt vegna þess hve stór hluti þjóðarinnar bjó í ófrjálsu einlífi vinnumennskunnar, eða að jafnaði um 25% landsmanna alla 19. öldina sem var hæsta hlutfall í [[Evrópa|Evrópu]].
 
Algengast var að fólk væri eingöngu vinnuhjú á unga aldri en stofnaði síðan bú ef það fékk leigt jarðnæði og gengi þá í hjónaband. Hins vegar var það hlutskipti margra, sérstaklega kvenna, að vera í vinnumennsku ævilangt. Flestir íslenskir bændur voru [[leiguliði|leiguliðar]] en þó var ekki [[bændaánauð]] á Íslandi og ekki hægt að skylda bændur til að búa áfram á leigujörð sinni lengur en eitt ár í senn. Sama gilti um vistarbandið, enginn var skyldugur að vera hjá sama bónda lengur en eitt ár í senn.
 
== Heimild ==
Lína 18:
 
{{stubbur}}
[[Flokkur:Saga Íslands]]
[[Flokkur:Atvinna]]
[[Flokkur:Mannréttindi]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
 
[[en:Vistarband]]