„Ari Trausti Guðmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Takatxtx (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Takatxtx (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Ari Trausti hefur stundað ferðalög, útivist og fjallamennsku í rúma fjóra áratugi, bæði hér heima og víða um veröld. Meðal annars hefur hann leitt íslenska ferðahópa til Mongólíu, Suðurskautslandsins, Nýja-Sjálands og Ekvador. Hann hefur farið mjög víða um norðurslóðir og til tuga landa í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku og víðar í leit að fjöllum til að klífa og farið á há fjöll í Ölpunum, Rússlandi, Pakistan, Bólivíu, Ekvador, Tíbet, Xinjang og Tansaníu og flugleiðis á Norðurpólinn. Hann hefur samið handbók í fjallamennsku (ásamt Magnúsi Tuma Guðmundssyni; Fjallamennska) og gönguleiðabók um fjöll og jökla (með Pétri Þorleifssyni; Íslensk fjöll) og bók á ensku um svipað efni (Summit).
 
Ari Trausti er sonur listamannsins [[Guðmundur frá Miðdal|Guðmundar frá Miðdal]] og leirkerasmiðsins [[Lydia Pálsdóttir|Lydiu Pálsdóttur]]. (Lydia var þýsk-austurrísk að uppruna og hét Zeitner að eftirnafni áður en hún varð íslenskur ríkisborgari). Ari Trausti er samfeðra hálfbróðir [[Erró|Guðmundar Guðmundssonar listmálara]].
 
Hér fer á eftir yfirlit yfir bækur, bókarkafla, sjónvarpsefni, sýningar og fleira sem Ari Trausti hef komið að með ýmsum hætti en þó langmest sem höfundur texta, handrits og myndefnis. Innlendra og erlendra útvarpsþátta, blaða- og tímaritsgreina er ekki getið. Yfirlitið er ekki heildstætt og sennilega heldur ekki villulaust.