Munur á milli breytinga „Gísli Freyr Valdórsson“

ekkert breytingarágrip
 
Saksóknari kynnti ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys 10. nóvember 2014, sem honum þóttu sýna með óyggjandi hætti að Gísli hefði átt við minnisblaðið og komið því til fjölmiðla.<ref>[http://www.ruv.is/frett/segir-ny-gogn-skyra-sinnaskipti-gisla „Segir ný gögn skýra sinnaskipti Gísla“], ''ruv.is'', 12. nóvember 2014.</ref> Daginn eftir fór Gísli á fundi Hönnu Birnu og játaði sök í málinu fyrir henni. Í framhaldi af játningu Gísla Freys var honum umsvifalaust vikið úr starfi aðstoðarmanns.<ref>[http://www.visir.is/gogn-syna-fram-a-rangar-stadhaefingar-gisla-freys/article/2014711129931 „Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys“], ''Fréttablaðið'', 12. nóvember 2014.</ref> Þá um kvöldið ítrekaði Gísli Freyr játningu sína í viðtali við Kastljósið, þar sem hann sagðist vera kominn á ákveðna endastöð með lygi sem hófst ári fyrr og ekki geta samvisku sinnar neitað sök lengur.<ref>[http://www.ruv.is/frett/gisli-freyr-%E2%80%9Emer-lidur-audvitad-omurlega%E2%80%9C „Gísli Freyr: „Mér líður auðvitað ömurlega““], ''RÚV'', 11. nóvember 2014.</ref>
 
Gísli Freyr hlaut átta mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, eftir að hafa gengist við sakargiftum 12. nóvember 2014.<ref>[http://kjarninn.is/gisli-freyr-daemdur-i-atta-manada-fangelsi „Gísli Freyr dæmdur í átta mánaða fangelsi“], ''Kjarninn'', 12. nóvember 2014.</ref>
 
== Tilvísanir ==
264

breytingar