„Aðventukrans“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Hydro (spjall | framlög)
Lína 1:
[[Mynd:AdventCandles.jpg|thumb|220px|right|Kaþólskur aðventukrans.]]
'''Aðventukrans''' er krans gerður úr [[greni]]greinum með fjórum [[kerti|kertum]] sem komið er fyrir á hring, en litið er svo á að hið sígræna greni tákni lífið í [[Kristur|Kristi]] og hringurinn er tákn eilífðinnar. Kertin eru fyrir hvern [[sunnudagur|sunnudag]] í [[aðventa|aðventunni]] og kveikt er á þeim á þeim dögum þannig að fyrsta sunnudag í aðventu er kveikt á fyrsta kertinu, annan sunnudag í aðventu á fyrsta og öðru kertinu og svo framvegis. Með árunum hefur þó fjölbreytni í skreytingum kransana aukist og orðið frjálslegri svo jafnvel er greninu sleppt eða kertin fjögur höfð í röð frekar en hring.
[[Mynd:PorzelanadventskranzPorzellanadventskranz Teelichter ManderinenMandarinen WalnuesseWalnüsse.JPGjpg|thumb|220px|left|Dæmi um nútímaútfærslu aðventukrans þar sem greninu hefur verið slept en annað skraut notað í staðin.]]
== Uppruni ==
Aðventukransar eru algengir í [[kristni|kristnum]] löndum bæði í [[kirkja|kirkjum]] og á heimilum. Hugsanlega hafa þeir verið til allt frá því á [[miðaldir|miðöldum]] en nútímaaðventukransar hafa breiðst út frá [[Þýskaland]]i frá því seint á [[19. öldin|19. öld]]. Í [[Austurkirkjan|Austurkirkjunni]] eru stundum notaðir aðventukransar með sex kertum þar sem aðventan hjá þeim er lengri en í [[Vesturkirkjan|Vesturkirkjunni.]]