„Theodore Roosevelt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: en:Theodore Roosevelt er fyrrum úrvalsgrein
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
Frá 1882 til 1884 var Theodore meðlimur Repúblikana í neðri deild ríkisþings New York fylkis og er sagður hafa skrifað fleiri lagafrumvörp en nokkur annar löggjafi gerði. Eftir landsþing Repúblikana árið 1884 dróg hann sig í sutt hlé frá stjórnmálum og settist að á búgarði sínum í Dakota. Þar lifði hann lífi kúrekans og skrifaði nokkrar bækur. Einnig gegndi hann stöðu fógeta.
Eftir að megnið af búpening hans hafði farist í miklum vetrarhörkum 1886-1887 snéri hann aftur til New York og byggði sér hús, Sagamore Hill, sem varð heimili hans allt til dauðadags. Hann snéri sér fljótt aftur að stjórnmálum og bauð sig fram í stöðu Repúblikana sem borgarstjóri New York borgar en hann tapaði kosningunum.
Árið 1886 giftist hann í annað sinn, þá vinkonu sinni úr barnæsku, Edith Kermit Carow (1861-1948), og eignuðust þau saman fimm börn, þau Theodore Roosevelt III (1887-1944), Kermit Roosevelt (1889-1943), Ethel Carow Roosevelt (1891-1977), Archibald Bulloch Roosevelt (1894-1979) og Quentin Roosevelt (1897-1918)
 
-Theodore Roosevelt III (1887-1944)
-Kermit Roosevelt (1889-1943)
-Ethel Carow Roosevelt (1891-1977)
-Archibald Bulloch Roosevelt (1894-1979)
-Quentin Roosevelt (1897-1918)
 
Í forsetakosningunum árið 1888 starfaði Theodore fyrir kosningabaráttu Benjamin Harrison. Harrison réð hann til starfa fyrir nefnd opinbera starfsmanna en þar barðist hann af fullum krafti gegn spillingu og fyrir því að ríkisstarfsmenn framfylgdu opinberum lögum. Hann starfaði einnig fyrir Harrison í kosningabaráttu hans til endurkjörs árið 1892 en þrátt fyrir ósigur, þá réð nýr forseti lýðveldisins, Grover Cleveland, Theodore í sömu stöðu og hann hafði gegnt undir Harrison