„Sóknargjald“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Umvandarinn (spjall | framlög)
m Hluti texta færður til á milli kafla.
Umvandarinn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
== Saga ==
Sóknargjöld voru fyrst innleidd á Íslandi með lögum nr. 40/1909 en með sömu lögum var [[tíund]] afnumin ásamt með ýmsum öðrum gjöldum sem runnið höfðu til kirkjunnar. Sóknargjald var tvískipt og fólst annars vegar í prestsgjaldi sem nam 1 krónu og 50 aurum árlega og hins vegar kirkjugjaldi sem nam 75 aurum árlega. Gjöldin áttu allir yfir 15 ára aldri að greiða, óháð kyni eða stöðu og kom það í hlut sóknarnefnda að innheimta það. Undanþegnir frá framangreindum gjöldum voru þeir sem tilheyrðu öðrum kirkjufélögum utan þjóðkirkjunnar, sem höfðu fengið konunglega staðfestingu, enda næmu framlög hvers safnaðarmeðlims eldri en 15 ára að minnsta kosti 2 krónum og 25 aurum árlega. Ekki var í lögunum gert ráð fyrir að einstaklingar utan trúfélaga væru undanþegnir greiðslu sóknargjalda.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.heradsskjalasafn.is/images/stories/log_um_soknargjold_nr._40_30._juli_1909.pdf|titill=Lög nr. 40/1909 um sóknargjöld|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2010|snið=pdf}}</ref>
 
 
Árið 1987 voru lög nr. 91 sett hjá Alþingi þar sem ríkið tók yfir innheimtu sóknargjalda á landsvísu. Lögin um sóknargjöld ofl., nr. 91/1987, voru afrakstur samningaviðæðna nefndar Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra og gerðist því ríkissjóður innheimtumaður sóknargjalda fyrir skráð trúfélög samkvæmt þeim samningum sem náðust þar um innan nefndarinnar eins og lesa má um í greinargerð með frumvarpinu á Alþingi og umræðum þar * [http://www.althingi.is/altext/110/s/pdf/0133.pdf]. Jón Helgason* [http://www.althingi.is/altext/110/s/pdf/0133.pdf] kallaði eftir því við þjóðkirkjuna og önnur skráð trúfélög að þetta yrði gert á þennan veg og tókust um það samningar sem fyrr segir. Fjársýslu ríkisins var falið að reikna á hverju ári samkvæmt verðlagsþróun frá fyrra ári hvert sóknargjaldið skyldi vera hverju sinni . Fyrsta sóknargjaldið samkvæmt lögunum var því framreiknað sóknargjald það sem þjóðkirkjan hafði sjálf innheimt meðal safnaðarmeðlima sinna í hverri sókn fyrir sig árið á undan eins og lesa má í * [http://www.althingi.is/altext/110/s/pdf/0133.pdf]. Þau nema nú um 8500 krónum árlega fyrir hvern einstakling sem orðinn er 16 ára og miðast við skráningu þann [[1. desember]].