„Júlíus Caesar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.71.194 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Xqbot
Lína 4:
 
== Yfirlit ==
Gaius Júlíus Caesar var fæddur í [[Róm]] um [[100 f.Kr.]] og var myrtur [[44 f.Kr.]] Hann var af júlíönsku ættinni sem var ein tignasta og elsta patríseaættin í Róm til forna. Caesar var upphaflega auknefni manna af júlíönsku ættinni. Síðan hefur nafnbótin Caesar verið höfð um alla [[Rómarkeisari|Rómarkeisara]]. Caesar var [[stjórnmálamaður]], [[herforingi]] og [[rithöfundur]]. Hann var leiðtogi alþýðunnar þrátt fyrir að vera af höfðingjaættum. Caesar klifraði metorðastigann í Róm. Hann varð árið [[68 f.Kr.]] [[kvestor]], árið [[62 f.Kr.]] [[pretóri]] og ári seinna landsstjóri á [[Spánn|Spáni]]. Árið [[59. f.Kr.]] var Caesar kjörinn [[ræðismaður]]. Caesar fetaði í fórspor [[Graccus|Gracchusarbræðra]] og lét afhenda ríkisjarðir til fátækra og hermanna og lækka tollheimtu í [[Rómverskt skattland|skattlöndum]] um þriðjung.<ref>Durant, ''Rómaveldi'' bls. 204.</ref> Til að almenningur gæti fylgst með gerðum [[öldungaráð]]sins lét Caesar gefa út blöð sem voru fest á veggi borgarinnar. og hann var lika kongurinn
 
== Þrístjórnarbandalag ==
Árið [[59 f.Kr.]] myndaði Caesar [[þrístjórnarbandalag]] með [[Pompeius]]i og [[Crassus]]i þar sem að eðlilegu [[fulltrúalýðræði]] var vikið til hliðar og bandalagið varð allsráðandi. Bandalagið var treyst með því að Pompeius giftist [[Júlía|Júlíu]] dóttur Caesars. Andstæðingar þrístjórnarinnar áttu á hættu að missa líf sitt. Crassus var mesti [[auðjöfur]] í Rómaborg og lagði hann fram hið pólitíska auðvald til að múta og var hann mjög óvinsæll maður vegna ríkidæmis síns. Crassus fékk skattlandið [[Sýrland]], Pompeius [[Spánn|Spán]] og Caesar varð [[landsstjóri]] í [[Gallía|Gallíu]] árið [[58 f.Kr.]] að afloknu ræðismannsári sínu.
Og Bjarni Dagur er líka kongur
 
== Hernám Gallíu ==