„Sóknargjald“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Umvandarinn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
* [https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=%C3%8Dslenska_%C3%BEj%C3%B3%C3%B0kirkjan&action=edit&section=8] Þjóðkirkjan fær [[sóknargjöld]] fyrir hvern skráðan safnaðarmeðlim skv. lögum nr. 91/1987 og vísað er til í lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999. Lögin um sóknargjöld ofl., nr. 91/1987, voru afrakstur samningaviðæðna nefndar Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra og gerðist því ríkissjóður innheimtumaður sóknargjalda fyrir skráð trúfélög samkvæmt þeim samningum sem náðust þar um innan nefndarinnar. Jón Helgason kallaði eftir því við þjóðkirkjuna og önnur skráð trúfélög að þetta yrði gert á þennan veg og tókust um það samningar sem fyrr segir. Fjársýslu ríkisins var falið að reikna á hverju ári samkvæmt verðlagsþróun frá fyrra ári hvert sóknargjaldið skyldi vera hverju sinni . Fyrsta sóknargjaldið samkvæmt lögunum var því framreiknað sóknargjald það sem þjóðkirkjan hafði sjálf innheimt meðal safnaðarmeðlima sinna í hverri sókn fyrir sig árið á undan. Þau nema nú um 8500 krónum árlega fyrir hvern einstakling sem orðinn er 16 ára og miðast við skráningu þann [[1. desember]]. Auk þess fær kirkjan framlag úr [[Jöfnunarsjóður sókna|Jöfnunarsjóði sókna]] og [[Kirkjumálasjóður|Kirkjumálasjóði]]<ref>{{Vefheimild|url=http://www.althingi.is/lagas/132b/1993138.html|titill=1993 nr. 138 31. desember /Lög um kirkjumálsjóð|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2007}}</ref>, svo að tekjur hennar af hverjum einstaklingi nema um 11.300 krónum árlega<ref>{{Vefheimild|url=http://www.kirkjan.is/biskupsstofa/?fjarmal|titill=Fjármál Þjóðkirkjunnar|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2007}}</ref>. Fyrir utan þessi framlög greiðir ríkissjóður prestum, biskupi og starfsfólki biskupsstofu laun<ref name="78/1996">{{Vefheimild|url=http://www.althingi.is/lagas/132b/1997078.html|titill=1997 nr. 78 26. maí/ Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2007}}</ref>, samkvæmt samningi frá 1997 um formleg kaup ríkisins á jarðnæði í eigu þjóðkirkjunnar. Kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum.
'''Sóknargjöld''' nefnast fjárframlög sem að [[Ísland|íslenska]] ríkið útdeilir af innheimtum [[Tekjuskattur|tekjuskatti]] til [[Þjóðkirkja Íslands|Þjóðkirkjusafnaða]] og skráðra [[trúfélag]]a. Gjaldið er greitt fyrir hvern einstakling sem náð hefur 16 ára aldri 31. desember árið fyrir gjaldár og er ráðstafað í samræmi við skráningu þeirra í [[Trúfélag|trúfélög]] 1. desember árið fyrir gjaldár. Fyrir þá einstaklinga sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna rennur gjaldið til safnaðar viðkomandi miðað við [[lögheimili]], til annarra trúfélaga fyrir meðlimi þeirra.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987091.html|titill=lög nr. 91/1987 um sóknargjöld o.fl.}}</ref> Ekkert gjald er greitt vegna einstaklinga sem standa utan trúfélaga eða tilheyra óskráðum trúfélögum. Áður greiddi ríkið sóknargjöld vegna þessara einstaklinga til [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] en með lagabreytingu árið 2009 var það fyrirkomulag afnumið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.070.html|titill=24. gr. laga nr. 70/2009 um ráðstafanir í ríkisfjármálum}}</ref>
 
== Saga ==