„Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2014“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 86:
 
==== Listi framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík ====
Í nóvember 2013 samþykkti kjördæmaþing framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur tillögu kjörstjórnar um skipan í efstu sjö sæti framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Kjörorð Framsóknarflokksins í Reykjavík í kosningunum verða ''Reykjavík fyrir alla''. Þriðja apríl tilkynnti Óskar Bergsson að hann hafði ákveðið að axla ábyrgð á slælegu gengi flokksins í skoðanakönnunum og bjóða ekki fram í kosningunum.<ref>[http://www.ruv.is/frett/oskar-bergsson-haettir-vid-frambod Óskar Bergsson hættir við framboð]</ref> Eftir ákvörðun hans um að hætta framboð var leit hafin að nýjum oddvita, en athygli vakti að [[Guðrún Bryndís Karlsdóttir]] yrði ekki valin sem nýr oddviti þrátt fyrir að flokkslög kváðu á um það. Voru bæði [[Guðni Ágústsson]] og [[Magnús Scheving]] nefndir sem mögulegir frambjóðendur. Guðni hafði ætlað að lýsa yfir framboði sínu við [[Reykjavíkurflugvöllur|Reykjavíkurflugvöll]] þann [[24. apríl]] [[2014]] en hætti síðan við kvöldið áður þegar hann tilkynnti að hann myndi ekki bjóða sig fram.<ref>[[Vísir]], [http://www.visir.is/ekki-bloggsorinn-sem-stod-i-gudna/article/2014140429479 Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna], [[25. apríl]] [[2014]]</ref> Þann [[29. apríl]] [[2014]] var síðan [[Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir]] tilkynnt sem oddviti flokksins á aukakjördæmisþingi flokksins.<ref>[[Vísir]], [http://www.visir.is/sveinbjorg-birna-oddviti-framsoknar-i-reykjavik/article/2014140428997 Sveinbjörg Birna oddviti Framsóknar í Reykjavík], [[29. apríl]] [[2014]]</ref> Þann 23. maí lýsti Sveinbjörg Birna, oddviti Framsóknar, þeirri skoðun sinni að afturkalla ætti lóð sem búið var að úthluta til byggingu [[moska|mosku]] í Reykjavík.<ref>[http://www.visir.is/oddviti-framsoknar-vill-afturkalla-lod-til-muslima/article/2014140529463 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima]</ref> Fyrir vikið upphófst gagnrýnin umræða á netinu og Hreiðar Eiríksson sagði sig frá fimmta sæti listans.<ref>[http://www.visir.is/-vid-erum-ekki-rasistar-/article/2014140529344 „Við erum ekki rasistar“]</ref>
 
{| class="wikitable mw-collapsible mw-collapsed"