„Sparta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 78 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q5690
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
:''Getur líka átt við stjórnmálafélagið [[Sparta (stjórnmálafélag)|Sparta]], stofnað 1926 í Reykjavík.''
[[Mynd:Sparti in-river-Eurotas-valley flanked-by-Taygetos-mountains.jpg|thumb|right|Sparta]]
'''Sparta''' ([[dóríska]]: Σπάρτα, [[attíska]]: Σπάρτη) er [[borg]] á suðurodda [[Grikkland]]s. Í [[fornöld]] var hún höfuðborg [[borgríki]]sins Lakedaímón ([[gríska]]: ''Λακεδαιμων'') sem almennt er kallað Sparta eftir borginni. Á [[klassíski tíminn|klassíska tímanum]] var Sparta voldugast allra grísku borgríkjanna og tilraunir [[Aþena|Aþeninga]] til að velta Spörtu úr þeim sessi leiddu til [[Pelópsskagastríðin|Pelópsskagastríðanna]] [[431 f.Kr.]] til [[404 f.Kr.]] og ósigri Aþenu. [[Hoplíti|Hoplítar]] Spörtu biðu sinn fyrsta ósigur í [[Orrustan við Leuktra|orrustunni við Leuktra]] gegn [[Þeba (Grikklandi)|Þebverjum]] [[371 f.Kr.]] og þegar [[Filippos II]] frá Makedóníu hóf að leggja Grikkland undir sig var herveldi Spörtu varla nema svipur hjá sjón.