„Richard Nixon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 16:
 
== Upphaf ferilsins ==
Eftir útskriftina úr Duke Háskólanum, sneri Nixon aftur til Whittier þar sem hann hóf störf hjá lögfræðifyrirtækinu Kroop og Bewley. Nixon hélt áfram að leika á sviði í áhugamannaleikhúsi. En hann hitti einmitt kennarann [http://www.firstladies.org/biographies/firstladies.aspx?biography=38 Thelmu Catherine Ryan] (Pat) á leikæfingu í bæjarleikhúsinu. Nixon heillaðist af Ryan og giftu þau sig þann 21. júní 1940. Saman eignuðust þau svo dæturnar Tricia og Julie.<ref>{{vefheimild|titill=Biography of Richard Milhous Nixon|url=http://www.nixonlibrary.gov/thelife/nixonbio.pdf|publisher=Richard Nixon Presidential Library and Museum|mánuðurskoðað=31. október|árskoðað=2014}}</ref>
 
Nixon var mjög metnaðarfullur maður og vildi meira en að vera lögfræðingur í smábæ. Í janúar 1942 fluttu þau hjónin því til Washington, D.C. þar sem Nixon hóf störf í verðlagsstjórnunarráði (e. Offive of Price Administration) [[Franklin D. Roosevelt|Franklins Roosevelts]], þáverandi forseta Bandaríkjanna. Fljótlega fór Nixon að leiðast skriffinnskuræðið og gekk í [[Bandaríski sjóherinn|Bandaríska sjóherinn]] –þrátt fyrir að vera undanskilinn herþjónustu vegna starfa sinna hjá hinu opinbera- þann 17. ágúst, sama ár. Í upphafi var honum skipað í herflotastöð í Iowa-ríki, en Nixon óskaði eftir flutningi til Suður-Kyrrahafsins. Honum varð að ósk sinni og starfaði sem yfirmaður í bandaríska flughernum í Kyrrahafinu. Þar starfaði Nixon á jörðu niðri og tók því ekki þátt í neinum orustum. Hann sneri þó aftur til Bandaríkjanna með tvær viðurkenningar- og nokkur hrós fyrir þjónustu sína. Þegar Nixon sagði sig úr herþjónustu í janúar 1946, hafði hann náð stöðu yfirlautinants í flotanum.<ref>{{vefheimild|titill=Richard Nixon Biography|url=http://www.biography.com/people/richard-nixon-9424076#early-life-and-congressional-career|publisher=biography.com|mánuðurskoðað=31. október|árskoðað=2014}}</ref>