„Slavnesk tungumál“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 51:
 
== Saga==
[[Mynd:Bascanska_ploca.jpg|thumb|200px|[[Baška-taflan]] sem fundin var á eyjunni [[Krk]] í [[Króatía|Króatíu]]]]
Slavnesk tungumál eiga rætur sínar að rekja til [[frumslavneska|frumslavnesku]], sem á sinn uppruna í [[frumindóevrópska|frumindóevrópsku]], forfaðir allra indóevrópskra tungumála. Stigið milli frumindóevrópsku og frumslavnesku var [[frumbaltóslavneska]], en á tímanum þegar hún var töluð þróuðust margir sameiginlegir eiginleikar hvað varðar hljóðfræði, beygingarfræði, orðaforða og orðaröð. Því eru [[baltnesk tungumál|baltnesk]] og slavnesk tungumál náskyldust allra indóevrópskra tungumálagreina. Talið er að frumslavneska hafi orðið aðgreind frá frumbaltóslavnesku á tímabilinu 1500–1000 f.Kr.
 
Lína 56 ⟶ 57:
 
Þó að fornkirkjuslavneska hindraði notkun á móðurmálum kom hún líka í veg fyrir áhrif að utan og stuðlaði að slavneskum bókmenntum. Eingöngu króatískar bókmenntir ná eins lengi aftur og þær kirkjuslavneskar. Einn elsta handrit á króatísku er [[Vinodol-lögbók]]in en þróun bókmennta á tungumálinu hélt áfram í gegnum [[endurreisn]]ina þangað til króatíska var stöðluð árið [[1830]]. Samt var mikið af textunum sem skrifaðir voru frá 1300 til 1500 á blöndu móðurmála og fornkirkjuslavnesku eins og tíðkaðist í Rússlandi og annars staðar á þeim tíma.
 
Mikilvægasti forngripur króatísku bókmennta er [[Baška-taflan]] frá 11. öldinni. Hún er stór steintafla sem var fundin í litilli kirkju á eyjunni [[Krk]] við [[Króatía|Króatíu]]. Textinn á töflunni er að mestu leyti skrifaður á [[tjakavíska| tjakavísku]], mállýsku sem var rituð með [[glagólitískt stafróf|glagólitíska stafrófinu]].
 
Nýlegri áhrif á slavnesku málin eru svipuð þeim sem snertu önnur tungumál og réðust af pólitískum tengslum Slava. Á [[17. öld]] voru mörg þýsk orð tekin inn í rússnesku vegna beina samskipta milli Rússa og þýskra aðflytjenda í Rússlandi. Á tíma [[Pétur mikli|Péturs mikla]] voru tengsl við Frakkland sterk og því komu mikið af frönskum orðum og [[lánsþýðing]]um inn í málið. Verulegur fjöldi þessara orða er enn notaður í dag og leysti gömul slavnesk tökuorð af hólmi. Hins vegar á [[19. öld]] var það rússneskan sem hafði áhrif á hin slavnesku málin á einan eða annan hátt.