„Slavnesk tungumál“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 51:
 
== Saga==
Slavnesk tungumál eiga rætur sínar að rekja til [[frumslavneska|frumslavnesku]] sem á sinn uppruna í [[frumindóevrópska|frumindóevrópsku]], sem er forfaðir allra indóevrópskra tungumála. Millistigið milli frumindóevrópsku og frumslavnesku var [[frumbaltóslavneska]] en á tímanum þar sem hún var töluð þróuðust margir sameiginlegir eiginleikar hvað varðar hljóðfræði, beygingarfræði, orðaforða og orðaröð. Því eru [[baltnesk tungumál|baltnesk]] og slavnesk tungumál náskyldust allra indóevrópskra tungumálagreina. Talið er að frumslavneska varðyrði aðgreind frá frumbaltóslavnesku á tímabilinu 1500–1000 f.Kr.
 
Víða voru rétttrúaðir Slavar neyddir til að tala [[fornkirkjuslavneska|fornkirkjuslavnesku]] í stað móðurmáls síns. Mörg slavnesk tungumál hafa tekið orð úr fornkirkjuslavnesku, í miklum mæli orð sem lýsa óhlutbundum hugtökum. Í kaþólskum löndum var ástandið nokkuð öðruvísi en þar voru mörg orð tekin úr [[latína|latínu]]. Pólska endurreisnarskáldið [[Jan Kochanowski]] skrifaði á móðurmáli sínu, ásamt króatískum [[barokk]]höfundum sem voru virkir á [[16. öld]]. Fyrir þenna tíma hafði pólskan tekið mörg orð frá latínu á svipaðan hátt og rússneskan gerði nokkru seinna.