Munur á milli breytinga „Franska Gvæjana“

m
ekkert breytingarágrip
m
m
'''Franska Gvæjana''' ([[franska]]: ''Guyane française'') er [[Frakkland|franskt]] [[handanhafshérað]] á norðausturströnd [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]], með landamæri að [[Brasilía|Brasilíu]] í suðri og austri, og [[Súrínam]] í vestri og liggur að Atlantshafi Í norðri. Árið 2013 bjuggu um það bil 250 þúsund manns í Frönsku Gvæjana. Höfuðstaður héraðsins er [[Cayenne]] með um 100 þúsund íbúa. Franska Gvæjana er langstærsta handanhafshérað Frakklands. Það er hluti af [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] og gjaldmiðill þess er [[evra]].
 
Landið er almennt bara kallað ''Guyane'' þar sem aðgreiningin „Franska“ er í raun orðin óþörf. Upphaflega var það eitt af fimm nýlendum sem hétu „Gvæjana“: þetta voru [[Spænska Gvæjana]] (nú [[Guayana-hérað]] í [[Venesúela]]), [[Breska Gvæjana]] (nú [[Gvæjana]]), [[Hollenska Gvæjana]] (nú [[Súrínam]]), Franska Gvæjana og [[Portúgalska Gvæjana]] (nú fylkið [[Amapá]] í Brasilíu). Franska Gvæjana myndar eina landfræðilega heild, [[Gvæjanahálendið]], með Gvæjana og Súrínam.
 
Efnahagslega er héraðið háð Frakklandi. Stór hluti af efnahag landsins stafar af [[Geimferðamiðstöðin í Gvæjana|Geimferðamiðstöðinni í Gvæjana]] sem var sett á laggirnar árið [[1964]]. [[Atvinnuleysi]] er hátt, eða milli 20 og 25%. [[Verg landsframleiðsla]] á mann er sú hæsta í Suður-Ameríku en innan við helmingur þess sem hún er í Frakklandi.
44.358

breytingar