„Púntland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 45 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q485112
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Puntland_map_regions.png|thumb|right|Kort af Púntlandi sem sýnir skiptingu þess í héruð.]]
'''Púntland''' er svæði í norðausturhluta [[Sómalía|Sómalíu]] sem nær yfir héruðin [[Nugaal]], [[Bari (hérað í Sómalíu)|Bari]], [[Karkaar]], [[Mudug]], [[Sool]], [[Sanaag]] og [[Cayne]]. Höfuðstaður svæðisins er borgin [[Garowe]] en stærsta borgin er [[Bosaso]]. Stjórn Púntlands er fylgjandi sameiningu Sómalíu í eitt [[sambandsríki]]. Deilt er um hvort Sool og Sannag eru hluti Púntlands eða [[Sómalíland]]s sem nær yfir norðvesturhlutann og sækist eftir fullu [[sjálfstæði]]. Svæðið er nefnt eftir hinu forna landi [[Púnt]] sem minnst er á í ritum [[Egyptaland hið forna|Forn-Egypta]]. Bandalag ættbálka á svæðinu undir forystu [[Abdullahi Yusuf Ahmed]] lýsti yfir sjálfstjórn árið [[1998]]. Ahmed stýrði stjórn svæðisins til 2004 þegar hann var kjörinn [[forseti Sómalíu]]. Í desember það sama ár varð Púntland fyrir miklu tjóni vegna [[jarðskjálftarnir á Indlandshafi 2004|jarðskjálftanna á Indlandshafi]].
 
Aðalnáttúruauðlindir svæðisins eru í [[haf]]inu þar sem [[fiskveiðar]] eru stundaðar. Svæðið flytur út [[humar]], þurrkaðan fisk og [[túnfiskur|túnfisk]]. Frá upplausn miðstjórnarvaldsins í Sómalíu 1991 hafa ólöglegar fiskveiðar erlendra togara vaxið mikið í hafinu við strendur Púntlands. [[Sjórán]] eru mikið vandamál og sjóræningjar gera út frá þorpum við ströndina að [[Adenflói|Adenflóa]] í norðri þar sem ein fjölfarnasta siglingaleið flutningaskipa í heiminum er staðsett, til og frá [[Súesskurðurinn|Súesskurðinum]].