„Tungumál í útrýmingarhættu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 7:
[[Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna|UNESCO]] skiptir tungumálum í fimm flokka eftir líkum á útrýmingu: „öruggt“, „viðkvæmt“ (ekki talað af börnum heima fyrir), „örugglega í útrýmingarhættu“ (ekki talað af börnum), „í verulegri útrýmingarhættu“ (aðeins talað af eldri kynslóðum) og „í mikilli útrýmingarhættu“ (talað af nokkrum úr eldri kynslóðunum, oftast ekki reiprennandi). Málfræðingurinn [[Michael E. Krauss]] bjó til annað flokkunarkerfi þar sem tungumál er talið „öruggt“ ef líkur eru á því að börn tali það eftir 100 ár, „í útrýmingarhættu“ ef líkur eru á því að börn tali það ekki eftir 100 ár (60–80% tungumála eru í þessum flokki) og „dauðvona“ ef börn tala það ekki í dag.
 
Margir {{hverjir?}} telja að dauði tungumála skaði [[menningarleg fjölbreytni|menningarlega fjölbreytni]] heimsins. Víða hafa verkefni verið sett í gang til að koma í veg fyrir útrýmingu tungumála, t.d. með því að [[endurvakning tungumála|endurvekja mál]] í útrýmingarhættu og stuðla að menntun og bókmenntum á minnihlutatungumálum. Í mörgum löndum hafa reglugerðir verið leiddar í lög sem er ætlað að verja minnihlutatungumál og tryggja rétt þeirra sem tala þau.
 
== Tengt efni ==