„Dóminíka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 35:
símakóði = 1-767 |
}}
'''Samveldið Dóminíka''' ([[franska]]: ''Dominique''; [[eyjakaríbíska]]: ''Wai‘tu kubuli'') er [[eyríki]] sem er hluti [[Litlu-Antillaeyjar|Litlu-Antillaeyjum]], mitt á milli tveggja [[Frakkland|franskra]] yfirráðasvæða; [[Guadeloupe]] í norðri og [[Martinique]] í suðri. Eyjan var byggð [[Karíbar|Karíbum]] þegar [[Kristófer Kólumbus]] kom þangað í fyrstu ferð sinni [[1493]]. Hún dregur nafn sitt af [[Spánn|spænska]] orðinu yfir [[Sunnudagur|sunnudag]]. Eyjan er 750 ferkílómetrar að stærð. Hæsti punktur hennar er eldfjallið [[Morne Diablotins]] sem nær 1.447 metra hæð. Íbúar eru rúm 70.000. Þar af búa um 16 þúsund í höfuðborginni [[Roseau]] sem er [[hléborðs]]megin á eyjunni. Eyjan er þekkt fyrir mikla óspillta náttúrufegurð, [[regnskógur|regnskóga]] og ógrynni af sjaldgæfum [[jurt]]um, [[fugl]]um og [[dýr]]um. Efnahagur eyjarinnar byggist að miklu leyti á útflutningi [[banani|banana]] og [[ferðaþjónusta|ferðaþjónustu]].
 
Kólumbus nefndi eyjuna eftir deginum þegar hann kom þangað fyrst, sunnudegi (''dominica'' á latínu) þann [[3. nóvember]] 1493. Eyjan var áfram einangruð í hundrað ár eftir heimsókn Kólumbusar. [[Spánn|Spánverjar]] stofnuðu ekki varanlegar nýlendur á eyjunni vegna þess hve afskekkt hún var og vegna mótspyrnu íbúanna. [[Frakkland|Frakkar]] stofnuðu síðan nýlendu þar árið [[1715]] eftir uppreisn smábænda á [[Martinique]]. Eyjan varð formlega frönsk nýlenda árið [[1727]] en með [[Parísarsáttmálinn|Parísarsáttmálanum]] [[1763]] fengu [[Bretland|Bretar]] hana í sínar hendur. Frakkar reyndu að leggja eyjuna aftur undir sig [[1795]] og [[1805]] en tókst það ekki. Árið [[1871]] varð eyjan hluti af [[Bresku Hléborðseyjar|Bresku Hléborðseyjum]]. Árið [[1958]] varð hún hluti af hinu skammlífa [[Sambandsríki Vestur-Indía]]. Landið fékk sjálfstæði [[1978]] en efnahagsörðugleikar einkenndu fyrstu árin vegna [[fellibylur|fellibylja]] og lækkandi [[banani|bananaverðs]]. Frá [[2005]] hefur efnahagur landsins vaxið, meðal annars vegna ferðaþjónustu og fjölbreyttari landbúnaðar.
 
Langflestir íbúar Dóminíku eru af [[Afríka|afrískum]] uppruna. Aðeins 3000 íbúar sem telja sig til karíba búa í átta þorpum austanmegin á eyjunni. Enska er opinbert tungumál en margir tala líka [[antilleysku]], sem er [[kreólamál]] á frönskum grunni. Um 80% íbúa aðhyllast [[rómversk-kaþólsk trú|rómversk-kaþólska trú]]. Stór hluti af Disney-kvikmyndinni ''[[Sjóræningjar Karíbahafsins: Dauðs manns kista]]'' var tekinn á eyjunni.