„Austurríki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 194.144.226.42 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Sweepy
Lína 408:
 
=== Tónlist ===
[[Mynd:úlfurinn góðu og horaði hann er skrítiamadeus-moksat
[[Mynd:Wolfgang-amadeus-mozart 1.jpg|thumb|Mozart var eitt þekktasta tónskáld Austurríkis]]
Margir af þekktustu tónskáldum og tónlistarmönnum klassíska tímans komu frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Wolfgang Amadeus Mozart]], [[Joseph Haydn]], [[Franz Schubert]], [[Anton Bruckner]] og [[Franz Liszt]], sem var Ungverji sem fæddist í Burgenland. Auk þeirra fluttu ýmsir aðrir til Vínar til að starfa þar, svo sem [[Ludwig van Beethoven]] (fæddist í [[Bonn]]).
Margir af þekktustu t
 
Sérstakur undirflokkur klassískrar tónlistar nefnast [[Vínarvals]]ar og eru þeir heimsþekktir. Helstu valsatónskáldin eru [[Johann Strauss II|Johann Strauss]] (bæði faðir og sonur) og [[Josef Lanner]]. Fjölmörg óperutónskáld eru frá Austurríki. Þeirra helstu eru [[Karl Millöcker]], [[Nico Dostal]], [[Franz Suppé]], [[Franz Lehár]] og [[Ralph Benatzky]]. Fáar þekktar hljómsveitir nútímatónlistar eru frá Austurríki. Einn helsti dægurlagasöngvari landsins er [[Udo Jürgens]], sem sigraði í [[Eurovision]] [[1966]].
 
=== Aðrir listamenn ===
Þekktir austurrískir rithöfundar eru [[Franz Grillparzer]] (oft nefndur þjóðskáld Austurríkis), [[Franz Kafka]], [[Bertha von Suttner]] (fyrsta konan til að hljóta [[Friðarverðlaun Nóbels|friðarnóbelinn]]), [[Rainer Maria Rilke]], [[Egon Erwin Kisch]], [[Johannes Mario Simmel]] og [[Elfriede Jelinek]] (Nóbelsverðlaun).
Þekktir leikarar og leikkonur frá Austurríki eru meðal annars [[Romy Schneider]], [[Curd Jürgens]], [[Maximilian Schell]], [[Klaus Maria Brandauer]] og [[Arnold Schwarzenegger]].
 
=== Vísindi ===
Þrír Austurríkismenn hafa hlotið Nóbelsverðlaunin í efnafræði, fjórir í eðlisfræði og sex í læknisfræði. Þeirra þekktastir eru kjarneðlisfræðingurinn Wolfgang Pauli og atferlisfræðingurinn Konrad Lorenz. Einn þekktasti sálfræðingur heims var Austurríkismaðurinn [[Sigmund Freud]].
 
=== Íþróttir ===
[[Mynd:Lauda Frankfurt 1996.JPG|thumb|Niki Lauda er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1]]
Þjóðaríþrótt Austurríkismanna eru [[skíðaíþróttir]] (Alpagreinar). Skíðamenn eins og [[Toni Sailer]], [[Franz Klammer]] og [[Hermann Maier]] eru margfaldir heimsbikar- og Ólympíumeistarar. Innsbruck er Ólympíuborg, en þar hafa vetrarleikarnir verið haldnir tvisvar ([[1964]] og [[1976]]).
Í [[ruðningur|ruðningi]] þykir austurríska deildin meðal bestu í heimi.
Í [[Handbolti|handbolta]] hefur kvennaliðið Hypo Niederösterreich átta sinnum unnið Evrópudeildina.
Í [[Formúla 1|Formúlu 1]] hafa þrír Austurríkismenn getið sér gott orð: [[Niki Lauda]] (þrefaldur heimsmeistari), [[Jochen Rindt]] og [[Gerhard Berger]].
 
=== Helgidagar ===
Auk neðangreindra helgidaga eru til nokkrir í viðbót sem eingöngu gilda í einu eða tveimur sambandslöndum.
 
{| class="wikitable"
|-
! Dags. !! Helgidagur !! Ath.
|-
| [[1. janúar]] || Nýársdagur ||
|-
| [[6. janúar]] || Vitringarnir þrír ||
|-
| [[19. mars]] || Dagur heilags Jósefs || Aðeins í fjórum sambandslöndum
|-
| Breytilegt || [[Föstudagurinn langi]] || Ekki fyrir kaþólsku kirkjuna
|-
| Breytilegt || [[Páskar]] || Tveir dagar
|-
| [[1. maí]] || Verkalýðsdagurinn ||
|-
| Breytilegt || [[Uppstigningardagur]] ||
|-
| Breytilegt || [[Hvítasunna]] || Tveir dagar
|-
| Breytilegt || Fronleichnam ||
|-
| [[15. ágúst]] || Himnaför Maríu ||
|-
| [[26. október]] || Þjóðhátíðardagur ||
|-
| [[1. nóvember]] || Allraheilagramessa ||
|-
| [[8. desember]] || Getnaður Maríu ||
|-
| [[24. desember]] || Aðfangadagur ||
|-
| [[25. desember]] || [[Jól]]adagur ||
|-
| [[26. desember]] || Dagur heilags Stefáns ||
|-
| [[31. desember]] || Gamlársdagur ||
|}
 
== Heimildir ==