„Útdautt tungumál“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
Dautt tungumál má ennþá nota í [[vísindi|vísindalegum]], [[lögfræði]]legum eða [[kirkja|kirkjulegum]] tilgangi, ólíkt útdauðu tungumáli, sem enginn notar. Dæmi um slík tungumál eru [[fornkirkjuslavneska]], [[biblíuhebreska]], [[forngríska]], [[sanskrít]] og [[latína]].
 
Í sumum tilfellum breytist tungumál svo mikið að það verði talið aðskilið frá málinu sem það á uppruna sinn í. Stundum er átt við slík tungumál sem útdauð, t.d. [[norræna]] sem er föðurmál [[íslenska|íslensku]] og annarra [[norðurgermönsk tungumál|norðurgermanskra mála]]. Andstæðan við útdautt mál er [[nútímatungumál]], það er tungumál með lifandi talendur, en þau eru rúmlega 7.300.
 
Í gegnum tíma hafa tilraunir verið gerðar til að endurvekja ýmis útdauð tungumál, en þær hafa verið misfarsælar. [[Hebreska]]n er eina dæmið um mál sem var á þröskuldi útdauðans sem er nú lifandi nútímatungumál.