„Hundur í óskilum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ahjartar (spjall | framlög)
Uppfærsla og textabætur
Lína 1:
'''Hundur í óskilum''' er [[Ísland|íslensk]] [[hljómsveit]] skipuð þeim [[Hjörleifur Hjartarson|Hjörleifi Hjartarsyni]] og [[Eiríkur G. Stephensen|Eiríki G. Stephensen]].
 
Hljómsveitin, semvar er upp runninstofnuð í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]], leikurárið 1994. Hjörleifur og Eiríkur leika á fjölda óvenjulegra hljóðfæra og spilar einkum lög annarra tónistarmanna í spaugilegum útsetningum. Hafa þeir félagar, sem báðir eru kennaramenntaðir, haldið fjölda tónleika og verið iðnir við að kynna grunnskólabörnum hinar fjölbreyttu hliðar tónlistarinnar. Hljómsveitin gaf út plötu árið [[2002]] sem hét ''Hundur í óskilum''. Útgáfutónleikar voru haldnir á á [[Dómó]] í [[Reykjavík]] þann [[15. nóvember]] og á Græna hattinum á [[Akureyri]] þann [[29. nóvember]]. Seinni plata þeirra félaga nefndist ''Hundur í óskilum snýr aftur'' og kom hún út árið [[2007]]. Hún var tekin upp á Græna hattinum í maí sama ár.
 
Þeir félagar í Hundinum sömdu tónlist fyrir sýningu [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhússins]] á [[Íslandsklukkan|Íslandsklukkunni]], sem sýnd var 2010-2011 undir stjórn [[Benedikt Erlingsson|Benedikts Erlingssonar]], og fluttu hana sjálfir á fjölunum. Fyrir tónlistina hlotnuðust þeim [[Grímuverðlaunin]] 2010. Þeir sömdu einnig og sviðsettu leikritið [[Saga þjóðar]] sem var frumsýnt og leikið nokkrum sinnum hjá Leikfélagi Akureyrar haustið 2011 en var síðan sýnt í Borgarleikhúsinu fram á vor 2013. Leikritið hlaut Grímuverðlaun 2012. Nýjasta verkefni hljómsveitarinnar er leikverkið Öldin okkar sem frumsýnt verður á Akureyri síðla árs 2014 undur stjórn Ágústu Skúladóttur.