„Bárðarbunga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 9:
 
==Jarðskjálftar og sig í Bárðarbungu==
Árið 2014 varð fjöldi jarðskjálfta í Bárðarbunguöskjunni frá miðjum ágúst, sá stærsti 5,7 að stærð. 40 skjálftar hafa verið yfir 5 á Richter skala.<ref>http://www.ruv.is/frett/40-jardskjalftar-yfir-fimm-i-bardarbungu</ref>
 
Í byrjun september urðu menn þess varir að ísinn yfir Bárðarbunguöskjunni var tekinn að síga. Sigið hélt áfram jafnt og þétt fram eftir mánuðinum og var komið í 27 metra í lok september. Ástæðan fyrir þessu var talin sú að sjálf askjan væri að síga vegna kvikuflæðis frá kvikuhólfi undir henni og út í sprungurnar (ganginn) sem beindu bergkviku að gígum Holuhrauns. Hluti af skjálftavirkninni undir öskjunni og þar með taldir stóru skjálftarnir verða samfara þessu sigi.