„Neanderdalsmaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 194.144.226.42 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Lína 27:
Tegundin heitir eftir [[Neanderdalur|Neanderdal]] 12 km austan við [[Düsseldorf]] í [[Þýskaland]]i vegna þess að ensk-írski [[jarðfræðingur]]inn [[William King]] stakk upp á því fyrstur manna 1864 að beinaleifar sem þar höfðu fundist 1856 væru ekki bein nútímamanna heldur af annarri tegund.
 
== Uppruni ==
=
Neanderdalsmenn eru taldir hafa þróast út frá [[heidelbergmaður|heidelbergmanninum]] (''Homo heidelbergensis'') sem kom til Evrópu mun fyrr. Þeir eru taldir hafa komið fram fyrir um 200.000 árum og dáið út fyrir 28.000 árum.{{heimild vantar}} Mest af leifum þeirra hafa fundist víða í Evrópu en einnig allt austur til [[Íran]]s og norður til [[Síbería|Síberíu]].
 
Telja má víst að neanderdalsmenn hafi verið komnir fram sem aðgreindur stofn fyrir 150.000 - 200.000 árum. Fundist hafa beinaleifar hundruða einstaklinga af kyni neanderdalsmanna. Athuganir á beinaleifum hafa leitt í ljós að [[beinagrind|beinabygging]] neanderdalsmanna hefur verið áþekk og hjá nútímamönnum sem hafa aðlagast köldu veðurfari. [[Höfuðkúpa]]n var hins vegar frábrugðin höfuðkúpum nútímamanna. Sumir telja útlit þeirra hafi verið sérstök aðlögun að köldu og þurru loftslagi.
 
== Útlit ==
Neanderdalsmenn voru mjög líkir nútímamönnum. Þeir voru þó mun lægri, riðvaxnari, stórskornari og þéttvaxnari en nútímamenn almennt. Mælingar á tíu karl- og fimm kvenbeinagrindum sýndu meðalhæð karla um 1,68 m. og kvenna um 1,59 m.
 
Þeir voru með framsveigð [[lærbein]] og lítið sem ekkert [[mitti]]. Þeir voru rétthentir, hægri [[handleggur]]inn var mun vöðvastæltari.
 
Þeir höfðu afturhallandi [[enni]], þykka [[brúnahnykill|brúnahnykla]] og ofan við augntóttir voru áberandi [[beinabrú|beinabrýr]]. Ennið var lágt, [[haka]] innfallin og beinhnykill var á [[hnakki|hnakka]]. [[Kinnbein]] voru aftursveigð og [[nef|nasaholurnar]] stórar og breiðar. Þessi andlitseinkenni hafa ef til vill verið aðlögun að köldu og þurru loftslagi.
 
[[Heilarými]] neanderdalsmanna var að meðaltali stærra en hjá nútímamönnum.
 
Neanderdalsmenn voru ef til vill fyrstir manna til að ganga í [[föt]]um allt árið til að verjast kulda. [[Skinn]] voru notuð til fata og verkuð þannig að þau voru strengd á grind og öll fita og sinar skafnar af. Til þess voru notuð tæki úr [[hrafntinna|tinnu]]. Þegar búið var að súta skinnin voru föt [[saumar|saumuð]] úr þeim.
 
== Lífshættir ==