„Neanderdalsmaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 194.144.226.42 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Lína 26:
 
Tegundin heitir eftir [[Neanderdalur|Neanderdal]] 12 km austan við [[Düsseldorf]] í [[Þýskaland]]i vegna þess að ensk-írski [[jarðfræðingur]]inn [[William King]] stakk upp á því fyrstur manna 1864 að beinaleifar sem þar höfðu fundist 1856 væru ekki bein nútímamanna heldur af annarri tegund.
 
== Uppruni ==
Neanderdalsmenn eru taldir hafa þróast út frá [[heidelbergmaður|heidelbergmanninum]] (''Homo heidelbergensis'') sem kom til Evrópu mun fyrr. Þeir eru taldir hafa komið fram fyrir um 200.000 árum og dáið út fyrir 28.000 árum.{{heimild vantar}} Mest af leifum þeirra hafa fundist víða í Evrópu en einnig allt austur til [[Íran]]s og norður til [[Síbería|Síberíu]].
 
Telja má víst að neanderdalsmenn hafi verið komnir fram sem aðgreindur stofn fyrir 150.000 - 200.000 árum. Fundist hafa beinaleifar hundruða einstaklinga af kyni neanderdalsmanna. Athuganir á beinaleifum hafa leitt í ljós að [[beinagrind|beinabygging]] neanderdalsmanna hefur verið áþekk og hjá nútímamönnum sem hafa aðlagast köldu veðurfari. [[Höfuðkúpa]]n var hins vegar frábrugðin höfuðkúpum nútímamanna. Sumir telja útlit þeirra hafi verið sérstök aðlögun að köldu og þurru loftslagi.
 
== Útlit ==
Lína 37 ⟶ 42:
 
Neanderdalsmenn voru ef til vill fyrstir manna til að ganga í [[föt]]um allt árið til að verjast kulda. [[Skinn]] voru notuð til fata og verkuð þannig að þau voru strengd á grind og öll fita og sinar skafnar af. Til þess voru notuð tæki úr [[hrafntinna|tinnu]]. Þegar búið var að súta skinnin voru föt [[saumar|saumuð]] úr þeim.
 
== Lífshættir ==
Ýmsar minjar hafa fundist sem gefa innsýn í líf neanderdalsmanna. Til dæmis [[vopn]], [[verkfæri]] og leifar fornra [[eldstæði|eldstæða]]. Verkfærin sýna að neanderdalsmenn voru mjög færir á sviði verkfæra- og vopnagerðar. Eldstæðin sýna að þeir hafi notað [[eldur|eld]] til að hita [[matur|mat]] og halda á sér hita.
 
Ljóst er að menning neanderdalsmanna hefur verið allþróuð og margbrotin. [[Skafa|Tinnusteinssköfur]] og [[síll|sílar]] gefa til kynna að þeir hafi stundað [[skinnaverkun]], og hafa þeir meðal annars notað skinnin í [[tjald|tjöld]] og klæði. Talið er að neanderdalsmenn hafi lifað í hópum, 30 til 50 í hóp, og að þeir haft fasta búsetu í til dæmis [[hellir|hellum]] eða þá að þeir hafi verið mikið á faraldsfæti og búið ýmist í tjöldum eða hellumi.
 
Neanderdalsmenn kunnu vel að nýta sér þær bjargir sem [[freraslétta|frerasléttur]] við rætur jökulskjaldarins mikla höfðu upp á að bjóða en þar reikuðu um hjarðir stórvaxinna dýra sem aðlagast höfðu helkulda þessa tímabils. Um þetta vitna veiðitól þeirra og áhöld og beinaleifar veiðibráðar við aðsetursstaði þeirra.
 
Neanderdalsmenn hafa haft mikla samkennd og virðast hafa hugsað um hina veiku og öldruðu. „Chapelle-aux-saint-maðurinn“ er gott dæmi um það. Hann var [[tönn|tannlaus]] með brotinn [[kjálki|kjálka]] sem náði að gróa. Útaf þessu gat hann ekki tuggið. En hann hefði hins vegar ekki getað lifað svona lengi eins og að hann lifði svo að hann hlýtur að hafa fengið hjálp. Maturinn hefur semsagt verið tugginn fyrir hann.
 
[[Greftrun]]arsiðir þeirra benda til trúar á [[annað líf]]. Oft voru munir, [[skartgripur|skartgripir]] eða nytjahlutir, meðal annars úr tinnu, lagðir í grafirnar. Sumar beinaleifar neanderdalsmanna eru af einstaklingum sem hafa átt við alvarlega [[fötlun]] að stríða, og fundist hafa menjar um áverka sem hafa gróið. Þá hafa fundist beinaleifar af gamalmennum. Þetta sýnir að annast hefur verið um sjúka og vanburða einstaklinga.
 
== Útrýming ==