„Hörpudiskur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dasov (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Dasov (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 40:
== Veiðar á hörpudiski á erlendum miðum ==
Við vesturströnd Norður-Ameríku er löng hefð fyrir veiðum á hörpudiski og öðrum diskategundum. Veiðarnar við norðaustur St. Lawrence flóa hafa oft farið upp í 3000 tonn af hörpudiski, út úr því kemur 300 tonn af vöðva. Í Noregi eru heimildir fyrir veiðum á hörpudiski frá 1770 sem var þá notaður sem beita við línuveiðar. Norðmenn byrjuðu að veiða hörpudisk við Jan Mayen árið 1985 og árið eftir veiddu þeir þar 13000 tonn. Lágt stofnstærðarmat árið 1987 leiddi til þess að svæðinu var lokað. Við Svalbarða voru veidd 2000 tonn árið 1986 og árið eftir fór veiðin upp í 40000 tonn. Árið 1988 fór veiðin niðrí 8000 tonn og var veiðin næstu ár á eftir 2000-7000 tonn þangað til 1992 þegar svæðinu var lokað. Miklar veiðar voru við Bjarnarey árin 1987-1992 en þá var veiðunum þar einnig hætt vegna ofveiði. Grænlendingar hófu veiðar á hörpudiski árið 1983 í litlum mæli en árin 1988-1992 var landað 400 – 1900 tonnum. Síðan 1995 hefur veiðin verið í kringum 1200- 2600 tonn á ári <ref>Jónas Páll Jónsson. (2007). Hörpudiskurinn í Breiðafirði: Rannsóknir og ástand stofnsins.Greinargerð unnin fyrir Háskólasetur Snæfellsness og Nátturustofu Vesturlands. Sótt 3. oktober 2014 af http://www.nsv.is/skyrslur/Horpudiskur_JonasPallJonasson.pdf</ref>
 
== Tenglar ==
* [http://www1.nams.is/myndbutar/video.php?id=134 Myndband af hörpudiski]
{{Tengill ÚG|de}}
 
==Heimildir==