„Sýningargrein á Ólympíuleikum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 12 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1123217
Krassotkin (spjall | framlög)
 
Lína 23:
== Deilt um skilgreiningar ==
 
[[Mynd:kabaddiA Kabaddi match at 2006 Asian Games.jpg|thumb|left|Indverski eltingaleikurinn Kabaddi var sýndur á Berlínarleikunum, en deilt er um hvort hann telst fullgild sýningargrein.]] Ekki væri auðvelt mál að taka saman nákvæman lista yfir sýningargreinar á Ólympíuleikum sem allir yrðu sáttir við. Ólympíuleikarnir eru stærsta íþróttahátíð heims og því eðlilegt að áhugafólk um vöxt og viðgang einstakra íþróttagreina reyni að nota þennan vettvang til að vekja athygli á greinum sínum. Þær kynningar eru skipulagðar í mismiklu samráði við aðstandendur leikanna.
 
Íslenska glíman er gott dæmi um þetta. Íslendingar sendu glímumenn á þrenna Ólympíuleika: [[Sumarólympíuleikarnir 1908|1908]] , 1912 og 1952. Árið 1912 er óumdeilt að glíman var fullgild sýningargrein. Árið 1952 er sömuleiðis óumdeilt að glímuflokkur [[Glímufélagið Ármann|Ármenninga]] hélt til [[Helsinki]] á eigin vegum og sýndi þar glímu meðan á leikunum stóð, en hafði enga formlega stöðu. Þegar kemur að leikunum 1908, er hefð fyrir því á Íslandi að líta svo á að glíman hafi verið formleg sýningargrein og má því til stuðnings benda á að íslensku glímumennirnir tóku þátt í setningarathöfn leikanna. Hins vegar geta útlendar skrár yfir keppnis- og sýningargreinar á Ólympíuleikum sjaldnast um glímuna 1908.