„Tycho Brahe“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 82 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q36620
AlphamaBot (spjall | framlög)
m General Fixes using AWB
Lína 1:
[[Mynd:Tycho Brahe.JPG|thumb|right|Tycho Brahe]]
 
'''Tycho Ottesen Brahe''' (fæddur [[14. desember]] [[1546]] í Knudstrup á [[Skánn|Skáni]] í [[Danmörk]]u, dáinn [[24. október]] [[1601]] í [[Prag]]) var danskur [[stjörnufræðingur]] og [[gullgerðarmaður]]. Hann lærði stjörnufræði í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]], og útskrifaðist árið [[1570]]. Hann var lénsherra á eyjunni [[Hveðn]] á [[Eyrarsund]]i, í hirð [[Friðrik 2.|Friðriks annars]] Danakonungs.<ref>Jón H. Geirfinnsson og Magnús Valur Hermannsson. [http://visindavefur.is/?id=5087 Hver var Tycho Brahe?]. Vísindavefurinn (25. júní 2005) Skoðað þann 20. nóvember, 2010.</ref>
 
Tycho Brahe missti nefið þann [[29. desember]] [[1566]] í sverðeinvígi við Manderup Parsbjerg. Í kjölfarið lét hann útbúa fyrir sig gervinef úr gulli og silfri <ref>[http://www.nada.kth.se/~fred/tycho/nose.html Tycho Brahe's Nose And The Story Of His Pet Moose]</ref> og fékk í framhaldi af því áhuga á gullgerðarlist og læknisfræði. Hann kom heim í apríl [[1567]] með gerfinef sitt. Hann var með afskræmt andlit fyrir lífstíð. Faðir hans vildi helst að hann lærði lögfræði og yrði embættismaður, enda kom hann úr valdamikilli fjölskyldu. Tycho tókst þó hvað eftir annað að fá föður sinn til að senda sig í ferðir til útlanda, til að fullkomna tæki sín til stjörnuskoðunar. Faðir hans dó árið [[1571]] og ári eftir kynntist hann unnustu sinni, Kristin Jørrgensdatter.<ref>J J O'Connor and E F Robertson [http://www-history.mcs.st-andrews.ac.uk/Biographies/Brahe.html Brahe Biography] Skoðað þann 20. nóvember, 2010</ref>
Lína 11:
Eftir lát Friðriks 2. 1588 naut Brahe ekki sömu hylli við hirðina og áður. Hann flutti sig þá til Prag og gekk í þjónustu [[Rúdólf 2. keisari|Rúdólfs 2.]], keisara [[heilaga rómverska keisaradæmið|rómverska keisaradæmisins]]. Þar átti hann í samstarfi við stærðfræðinginn [[Jóhannes Kepler]].<ref>Einar H. Guðmundsson [http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=304693 Tycho Brahe og Íslendingar] Skoðað þann 20. nóvember, 2010</ref> Arfleifð Tycho Brahe felst í stjörnuathugunum hans sem voru frammúrskarandi á sínum tíma. Út frá athugunum sínum setti hann fram kenningu sína um sólkerfið þannig, að sólin og tunglið hringsóluðu um jörðina, en reikistjörnurnar, aðrar en jörðin, hringsóluðu um sólina. Þetta var í raun sambræðingur úr kenningum [[Nikulás Kópernikus|Kóperníkusar]] og [[Aristóteles]]ar. Með þessu gat hann áfram nýtt eðlisfræði Aristótelesar og nýtt sér betri hringalögun Kóperníkusar.<ref>[http://galileo.rice.edu/sci/brahe.html Tycho Brahe] The Gallileo project Skoðað þann 20. nóvember, 2010</ref>
 
Tycho er sagður hafa látist vegna þess að hann hafi ekki viljað brjóta [[Kurteisi|kurteisisvenjurkurteisi]]svenjur hirðarinnar og standa upp frá miðju borðhaldi til að kasta af sér vatni. Af þeim sökum hafi komist ígerð í [[Þvagblaðra|þvagblöðruna]] og hann hafi látist ellefu dögum síðar. Sagt er að á dánarbeði sínu hafi hann hrópar "Ó, að ekki verði talið, að ég hafi til ónýtis lifað". Hann var jarðaður í Prag með mikilli viðhöfn. Kona hans lést í fátækt þremur árum síðar.
 
Hin miklu mannvirki Tycho á Hveðn grotnuðu niður. Uraníuborg var rifin og steinar hennar notuð í önnur hús. Árin 1823-24 voru byggingarnar grafnar upp og eru þau fáu áhöld sem fundust nú á litlu safni.
Lína 26:
 
{{fde|1546|1601|Brahe, Tycho}}
 
{{Tengill GG|et}}
 
[[Flokkur:Danskir stjarnfræðingar|Brahe, Tycho]]
[[Flokkur:Saga stjörnufræðinnar|Brahe, Tycho]]
 
{{Tengill GG|et}}