„Fýll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. október 2006 kl. 15:51

Fýll er pípunasi af fýlingaætt og er ein algengasta fuglategund landsins. Hann er hvítur á höfði, hálsi og að neðanverðu. Grár á síðu, stéli og ofan á vængjum og hefur dökkgráa vængbrodda. Augun eru svört og fætur grábleikir. Goggurinn er gulgrár með pípunasir ofaná, en ef honum er ógnað spýtir hann ógeðslegu, illalyktandi gumsi úr lýsi og hálfmeltum mat á andstæðinginn. Fýlinn er að finna í klettum og björgum allt í kringum landið bæði við sjó og inn á landi, jafnvel marga tugi kílómetra frá sjó á varptímum. Hann er hér á landi mest frá janúar og allt fram til byrjun september en fer eitthvað á flakk á haustin.