„Hagfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Skráin Th05-RONALD-COA_TH_1573941e.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af JuTa.
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
<onlyinclude>
[[Mynd:Poor_and_rich_in_Thailand_2.jpg|thumb|right|270px|Fátæklegur timburkofi framan við háhýsi í [[Taíland]]i. Hagfræðin fæst meðal annars við þróun lífsgæða og ráðstöfun takmarkaðra auðlinda og gæða.]]
'''Hagfræði''' er [[félagsvísindi|félagsvísindagrein]] sem fæst við það hvernig [[maður|einstaklingar]], [[fyrirtæki]] og [[samfélag|samfélög]] stjórna og ráðstafa takmörkuðum aðföngum og gæðum með það að markmiði að auka velsæld sína. Hagfræðingar rannsaka meðal annars hvernig [[framleiðsla|framleiðendur]] og neytendur skiptast á gæðum og framleiðsluþáttum, hvernig verð og hagrænir hvatar hafa áhrif á ákvarðanatöku, hvernig starfsemi í samfélögum þróast yfir tíma og hvernig [[ríkisvald|yfirvald]] getur haft áhrif á ráðstöfun aðfanga og gæða.
 
Helsta forsenda flestra hagfræðilíkana er að einstaklingar hugsi rökrétt og að fyrirtæki hafi það eina markmið að hámarka hagnað. Að þessum forsendum gefnum komast ríkjandi hagfræðikenningar að þeirri niðurstöðu að [[markaður|markaðir]] séu venjulega [[Pareto-hagkvæmni|hagkvæmasta]] leiðin til að stýra efnahagsstarfsemi en að inngrip af hálfu ríkisvalds geti stundum bætt niðurstöðu markaða. [[Hagvöxtur|Hagvöxt]] má auka með auknum sparnaði, hagkvæmni og tækni, og ríkisvald getur að minnsta kosti til skamms tíma haft áhrif á hagstærðir á borð við [[verðbólga|verðbólgu]] og [[atvinnuleysi]]. [[Rekstrarhagfræði]] fæst við rannsóknir á einstökum mörkuðum en [[þjóðhagfræði]] á hagkerfum í heild sinni.
Lína 80:
 
: ''Sjá einnig: [[Austurrísku hagfræðingarnir]]''
 
 
 
[[Austurrísku hagfræðingarnir|Austurrísk hagfræði]] er kenningarskóli sem véfengir aðferðafræði hefðbundinnar, nýklassískrar hagfræði. Austurrísk hagfræði leggur áherslu á sjónarhorn einstaklingsins frekar en hópsins og hafnar stærðfræðilegum og [[raunvísindi|raunvísindalegum]] nálgunum á hagfræðileg álitaefni. Austurrískir hagfræðingar telja ekki einungis að virði sé huglægt heldur sé kostnaður það einnig. [[Fórnarkostnaður]], sem er mikilvægt hugtak í nútímahagfræði, á þannig rætur sínar að rekja til austurríska hagfræðingsins [[Friedrich von Wieser]]. [[Ludwig von Mises]] fjallaði um peningamál frá sjónarhóli einstaklingsins og um áhrif breytinga í peningaframboði á eftirspurn. [[Friedrich Hayek|F.A. Hayek]] bætti ofan á kenningar Mises og lýsti austurrísku kenningunni um [[hagsveifla|hagsveiflur]], sem byggist á breytingum í samsetningu heildarframleiðslu. Ásamt Hayek var [[Joseph Schumpeter]] brautryðjandi í að lýsa því hvernig verðkerfið miðlar upplýsingum um hagkerfið. Schumpeter lýsti jafnframt því hlutverki samkeppnismarkaða að vera vettvangur frumkvöðla til þess að stuðla að framþróun samfélagsins.<ref>Ekelund og Hébert (2007): 512-526</ref>