„Síle“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 73:
== Orðsifjar ==
[[Mynd:Cuernos del Paine from Lake Pehoé.jpg|thumb|left|250px|Torres del Paine, í Suður-Chile.]]
[[Mynd:Pueblo de San Pedro de Atacama 2013-09-21 11-52-31.jpg|thumb|left|250px|[[Atacama]].]]
Til eru ýmsar kenningar um uppruna orðsins „''Chile''“. Samkvæmt einni kenningu kölluðu [[Inkaveldið|Inkarnir]] frá Perú, sem hafði mistekist að sigra [[Mapuche-menn]]ina, dal fjallsins [[Akonkagúa]] ''Chili'' eftir ''Tili'', höfðingja ættbálks sem réð ríkjum þar á tímum innrásar Inkanna.<ref name="encina">Encina, Francisco A., and Leopoldo Castedo. Resumen de la Historia de Chile. 4th ed. Santiago: Zig-Zag, 1961.</ref> Önnur kenning bendir á að Akonkagúadalur og [[Kasmadalur]] í Perú séu sviplíkir, en þar var bær og dalur sem hét ''Chili''.<ref name="encina"/> Aðrar kenningar segja að nafnið „Chile“ eigi rætur sínar að rekja til orðs Mapuche-manna ''Chilli'' sem getur þýtt „þar sem landið endar“<ref name="hudson">Hudson, Rex A., ed. "[http://lcweb2.loc.gov/frd/cs/cltoc.html Chile: A Country Study]." GPO for the Library of Congress. 1995. February 27, 2005</ref>, „innsti staður [[Jörðin|Jarðar]]“ eða „mávar“; eða frá [[quechua]] orðinu ''chin'', „kuldi“, eða [[aímaríska]] orðinu ''tchili'' sem þýðir „snjór“. Önnur merking sem rakin er til ''Chilli'' er hljóðlíkingin ''cheele-cheele'', sem er eftirlíking Mapuche-manna af kvakhljóði fugla. [[Spánn|Spænsku]] [[landvinningamaður|landvinningamennirnir]] fréttu af þessu nafni frá Inkunum og þeir fáu sem lifðu af leiðangur [[Diego de Almagro|Diegos de Almagro]] suður frá Perú árið 1535-36 kölluðu sig „mennina frá Chilli“.