„Bosnía og Hersegóvína“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: ja:ボスニア・ヘルツェゴビナ er gæðagrein; útlitsbreytingar
Lína 35:
'''Bosnía og Hersegóvína''', einnig ritað sem '''Bosnía-Hersegóvína''' (á heimamálum '''Bosna i Hercegovina/Босна и Херцеговина''') er fjalllent land á vestanverðum [[Balkanskagi|Balkanskaga]] í [[Suðaustur-Evrópa|Suðaustur-Evrópu]]. Landið liggur að [[Króatía|Króatíu]] í norðri og vestri og [[Serbía|Serbíu]] í austri og [[Svartfjallaland]]i í suðri, auk þess liggur landið að [[Adríahaf]]i á örstuttum kafla í suðvestri. Nafn landsins er samansett úr nöfnum [[hérað]]anna Bosníu og Hersegóvínu, sem mynda landið. Höfuðborg landsins heitir [[Sarajevó]]. Í landinu eru þrjú opinber tungumál: [[bosníska]], [[króatíska]] og [[serbneska]], sem öll eru [[slavnesk mál]]. Bosnía og Hersegóvína tilheyrði [[Júgóslavía|Júgóslavíu]] fram til [[5. apríl]] [[1992]], þegar landið lýsti yfir [[sjálfstæði]].
 
== Stríðin á Balkansskaganum á tíunda áratug 20. aldar ==vvv
{{Aðalgrein|Fall Srebrenica og Žepa}}
Í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingarinnar fylgdi blóðugt stríð við [[Serbía|Serbíu]] og [[Bosníu-Serbar|Bosníu-Serba]], sem neituðu að viðurkenna sjálfstæðið. Árin [[1992]]-[[1993]] var framið í Bosníu og Hersegóvínu mesta [[þjóðarmorð]] í Evrópu síðan [[1945]]. Serbneskar hersveitir myrtu þúsundir Bosníumanna og Króata um alla Bosníu og Hersegóvínu. Í lok stríðsins höfðu yfir 200 þúsund manns verið myrtir og meira en tvær milljónir þurft að flýja heimili sín, þar af um ein milljón úr landi.