„Herðubreiðarlindir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ahjartar (spjall | framlög)
viðbót
Lína 1:
'''Herðubreiðarlindir''' eru gróðurvin og lindasvæði í [[Ódáðahraun]]i innan [[Vatnajökulsþjóðgarður|Vatnajökulsþjóðgarðar]]. Svæðið var friðlýst 1974. Herðubreið rís við himinn 4-5 km suðvestan við lindirnar. Svæðið er að mestu þakið hraunum. Aðalhraunið er komið frá [[Flatadyngja|Flötudyngju]] og er tiltölulega ungt. Gígur hennar er vestan við Herðubreið og hraunið umkringir fjallið. Lindirnar streyma fram í lækjum og tjörnum í hrauninu og sameinast í á sem nefnist Lindaá. Hún rennur meðfram hárri hraunbrún til norðurs og fellur síðan í [[Jökulsá á Fjöllum]]. Í Herðubreiðarlindum er Þorsteinsskáli, hús ferðafélags Akureyrar. Víða í og við Herðubreiðarlindir eru minjar hamfarahlaupa í Jökulsá en það eru gífurleg flóð sem hafa komið úr Kverkfjöllum hugsanlega í tengslum við eldsumbrot. Talið er að [[Fjalla-Eyvindur]] hafi hafst við í Herðubreiðarlindum um tíma. Eyvindarkofi er um 100 m norðvestur af Þorsteinsskála. Hann er hlaðinn yfir lind og er geður úr hraunhellum meðfram hraunkambi og með hraunhellum í þaki.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Ólafur Briem|titill=Útilegumenn og auðar tóftir|ár=1983|útgefandi=Bókaútgáfa Menningarsjóðs|bls=77}}</ref>
 
== Heimildir ==