Munur á milli breytinga „Bakkabræður“

(Ný útgáfa)
 
== Bakkabræður úr Fljótum ==
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar fer raunar tvennum sögum af Bakkabræðrum, annars vegar eru það hinir klassísku bræður Gísli, Eiríkur og Helgi frá Bakka í Svarfaðardal. Hins vegar eru það fjórir bræður frá [[Bakki í Fljótum|Bakka í Fljótum]]. <ref>{{bókaheimild|höfundur=Jón Árnason|titill=Íslenskar Þjóðsögur og ævintýri V|ár=|útgefandi=Bókaútgáfan Þjóðsaga, Prentsmiðjan Hólar, Reykjavík|bls=383}}</ref> Þeir hétu Eiríkur, Þorsteinn, Gísli og Jón. Uppruni þeirra er nokkuð á reiki, sumir segja þá hafa verið Þorsteinssyni en aðrir telja að faðir þeirra hafi verið Björn Ingimundarson, ættaður úr Ólafsfirði, og hafi búið á Bakka nálægt 1600. Að minnsta kosti einn þeirra bræðra var giftur. Kona hans hét Gróa og var kölluð einsýna Gróa því hún var eineygð. Þau eignuðust afkomendur og frá þeim eru rakrarraktar ættir í þjóðsögunum. Sögurnar sem skráðar eru um bræðurna frá Bakka í Fljótum eru flestar þær sömu og sagðar eru af hinum svarfdælsku Bakkabræðrum. Þó eru þær lítið eitt lengri og nákvæmari og auk þess eru þær fleiri. Þessar sögur voru skráðar af séra Jóni Norðmann (f. 1820) sem lengi var prestur á Barði í Fljótum. <ref>{{bókaheimild|höfundur= Jón Norðmann|titill=Allrahanda. Menn og minjar IV |ár=1946|útgefandi= Reykjavík|bls=}}</ref>. 1946. Reykjavík. Jón Árnason þjóðsagnasafnari tók sögur hans upp í safn sitt.
 
== Tilvísanir ==
Óskráður notandi