„Hagfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 123:
 
{{aðalgrein|Fullkomin samkeppni}}
[[Mynd:NASDAQ_stock_market_display.jpg|thumb|right|180px|Stórir [[verðbréf]]amarkaðir komast nærri því að uppfylla skilyrði fullkominnar samkeppni.]]
 
[[Fullkomin samkeppni]] er hagfræðilegt [[líkan]] sem lýsir sambandi framboðs, eftirspurnar og framleiðslukostnaðar á tilteknum markaði til langs tíma. Í líkaninu eru nokkrar [[forsenda|forsendur]] gefnar. Gert er ráð fyrir að öll fyrirtæki hafi það að markmiði að hámarka hagnað. Gert er ráð fyrir að mjög margir kaupendur og seljendur séu á markaðnum þannig að enginn aðili hafi [[markaðsvald]]. Gert er ráð fyrir að varan sem gangi kaupum og sölum sé einsleit og að engar [[aðgangshindrun|aðgangshömlur]] séu á markaðnum. Þá er gert ráð fyrir að allir aðilar hafi fullkomnar [[upplýsingar]] og að [[viðskiptakostnaður]] sé enginn.<ref>Mankiw og Taylor (2008): 268</ref> Að þessum forsendum gefnum má sýna fram á að til langs tíma er framboðsferillinn flatur, eða fullkomlega teyginn, við það verð sem samsvarar lágmarki langtímameðalkostnaðar. Í langtímajafnvægi er hagrænn hagnaður allra fyrirtækja enginn.<ref>Mankiw og Taylor (2008): 278-280</ref>