„Flatey (Breiðafirði)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 10 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1427341
Lína 24:
Þegar manntal fór fram [[1703]] voru 20 heimili í Flatey með 106 íbúa, en að auki voru nokkrir húsmenn með fjölskyldur sínar. [[1801]] voru heimilin 17 og íbúarnir 81 að tölu. [[1845]] voru í eynni 143. Um aldamótin 1900 stóð byggðin í [[Flateyjarhreppur (A-Barðastrandarsýslu)|Flateyjarhrepp]] í sem mestum blóma og voru íbúarnir allt að 400. Lagðist síðan byggð að mestu af. Enn eru þó tvö lögbýli í Flatey. Húsin eru vel varðveitt og er þetta ein merkasta heild gamalla húsa á Íslandi. Flest húsin eru frá 19. öld og byrjun 20. aldar og bera íbúðarhúsin, verslunarhúsin og pakkhúsin í Flatey vitni um bjartsýni og uppgang um aldamótin 1900. Húsin eru í einkaeigu og eru notuð sem sumarhús og er eyjan því full af lífi á sumrin. Eigendur húsanna eru flestir afkomendur Flateyinga og lítið er um að ný hús séu byggð nema á grunni eldra húsa. Eftirsóknarvert þykir að eiga sumarhús í Flatey vegna góðs veðurfars og kyrrsældar. Breiðafjarðarferjan Baldur siglir frá Stykkishólmi til Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Eyjaskeggjar fá rafmagn sitt frá díselrafstöð sem rekin er á eynni, en lengi hefur verið rætt um að leggja þangað streng. Vatnið er fengið úr brunnum á eynni, en þegar vatnsþörfin er mikil er bætt við með flutningi frá meginlandinu.
==Flatey í kvikmyndum og bókum==
Flatey er vinsælt sögusvið í kvikmyndum og bókum. Sakamálasagan [[Flateyjargátan]] eftir [[Viktor Arnar Ingólfsson]] gerist þar og eyjan er sögusviðið í barnabókinni [[Flateyjarbréfin]] eftir [[Kristjana Friðbjörnsdóttir|Kristjönu FriðbjörnsdóttirFriðbjörnsdóttur]]. Bókin [[Síðasta skip suður]] eftir [[Jökull Jakobsson]] og [[Baltasar]] fjalla um Flatey og [[Breiðafjarðareyjar]] í máli og myndum. Kvikmyndin [[Ungfrúin góða og húsið]] og [[Brúðguminn]] eru teknar upp í Flatey.
 
== Nálægir staðir ==